Alþýðublaðið - 07.02.1927, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.02.1927, Blaðsíða 1
csrðk HefiB út af JklpýðiBfiokkitiffli 1927. Mánudaginn 7. febrúar. 31. tölublað. Erienu sfimskeyti. Khöfn, FB., 5. febr. Þjóðernissinnar á Þýzkalandi viðurkenna lýðveldið. Frá Berlín er símað: Westarp fhefir sagt í þingræðu, að þýzkir þjóðernissinnar hafi fallist á sátta- stefnuna í utanríkismálunum og viðurkenni lögmæti lýðveldis- stjórnarfarsins, en séu þö stöð- ugt keisarasinnar eftir sem áður. JÞýzkur ráðherra, Keudell, borin gamalli landráðasðk. Jafnaðarmenn hafa borið það ífram í þinginu, að einn af ráð- herrum þýzku íhaldsstjómarinnar hafi tekið þátt í byltingarlilraun Kapps, og að honum hafi þá ver- Íð vikið frá því embætti fyrir landráð, er hann hafði með hönd- iim. Kínverjar vinna á. Frá Shanghai er símað: Kanton- herinn hefir unnið nýjan sigur í ¦Chekianghéraði. Khöfn, FB., 6. febr. Miðflokkarnir pýzku sætta sig við yfirlýsingu Westarps. Keudelismálið verður rannsakað. Stjórnin pýzka fær trausts- yfirlýsingu. Frá Berlin er símað: Miðflokk- jarnir hafa sætt sig við yfirlýs- ingu Westarps til þess að komast hjá því, að stjórnin falli. Marx hefir lofað að rannsaka hlutdeild Keudells ráðherra í byltingartil- laun Kapps. Þingið hefir samþykt traustsyíirlýsingu til stjórnarinnar. Tvíveðrungur i Japönum! Frá Lundúrium er símað: Stjórn- lln í Japan, sem hingað til hefir verið mótfallin því að taka þátt í að verja Shanghai fyrir Kanton- hernum, hefir ákveðið að senda herskip til Shanghai. Korpúlfsstaðamálið. í>að hefir gerst í því máli sið- ari, er frá því var sagt, að Ólafur Thórs hefir fyrir hönd föður síns boðið þeim af vinnumönnunum, er burtu var vísað frá Korpúlfs- stöðum, sem veitti sömu svör um aukna vinnu og maðurinn, sem íeftir var, að hann yrði tekinn aftur, eri maðurinn hefir ekki þegið boðið. Færði hann það til, að hann vildi ekki vinna með Ey- þóri eftir það, sem á undan væri gengið. Sjálfsagt stafar þetta boð ,af því, að við þenna mann varð ekki haft að tylliástæðu fyrir brottvikningunni, að hann hefði neitað að bæta á sig vinnu. Vinnusamningur milli verkamannafélagsins „Dags- brún" annars vegar og H.f. „Eimskipafélags Islands", Nic. Bjarnasons og C. Zimsens hins vegar. 1. grein. "¦ Kaupgjald í venjulegri hafnar- vinnu hjá ofan greindum skipa- afgreiðslum er: Dagvinna kl. 6 f. h. til 6 e. h. kr. 1,20, eftirvinria kl. 6 e. h. 61.10 e. h. kr. 2,00, næturvinna kl. 10 e. h. til 6 f. h. kr. 2,50, helgi- dagavinna allan sólarhringinn kr. 2,50. ¦ 2. grein. Matmálstími kl. 12—1 e. h. frádregst, en 2 hálftímar til kaffi- drykkju á daginn reiknast sem vinnutími. 3. grein. Samningur þessj gildir frá 5. febrúar ,kl. 12 að kveldi tii 31. dezember 1927 kl. 12 að kvöldi. Reykjavík, 5. febr. 1927. f .h. verkamannafélagsins „Dags- brún". Hédinn Vaklimarsson. Pétur G. Gudmundsson. H.f. Eimskipafélag Isiands. Emil Nielsen. Nic. Bjarnason. C. Zimsen. Oddur Hermannsson skrifstofustjóri andaðist í Kaup- mannahöfn á laugardaginn var. Var banamein hans lungnabólga. Hafði hann átt við langa van- heilsu að búa, og var hann er- lendis sér til heilsubótar. Oddur heitinn var fæddur 1884 og varð skrifstofustjóri í stjórnarráðinu 1918. Oddur var vel áð sér og ágætur maður bæði um dagfar og embættisfærslu. Lík hans kemur heim um mánaðamótin næstu. Hæstaréttardómur var kveðinn upp, í dajg í búnað- arstjóramálinu. Var fógetaúr- skurðurinn í máli Sigurðar Sig- urðssonar staðfestur og það talið rétt að vera, að lögleg Búnaðar- félagsstjórn hafi sagt honum upp stöðunni. Kröfu Jóns H. Þorbergs- JPsonar var vísað frá dómi, þar Hér með tilkyranist vinnm og vandamðnnum Sjær og nw, að eiginmaður minn eiskulegnr, Bernhapðup Jónsson, er andaðist 2S. januar 1927, verður farð- sunginn Srá heimiii okkar, Garðbæ á Stokkseyri 10. febrúar 1927. Fyrir hönd mína, barna og tengdabarna. Jórunn Jónsdóttir. Fiilltrúaráðsfundur verður haldinn í kvöld (mánudag) kl. 8 í Iðnó uppi. Til umræðu verða mál frá síðasta fundi. SKTNDISALAN heldur áfram í fáa daga. Á morgun verða allir i^ Biitar "^f seldir; þá getur nú margur gert góð kæsip. Auk pess hrein tækifæriskaup á margs konar góðum vörum í kvenna- og karla-deild. Stelnhus9 stórt vandað og á bezta stað í bæn- um, til sölu. HT Sannglðni útborgun. -^81 A. w, ú* Útboð. Trésmiðir, er gera l vilja tilboð í að leggja skammbitaloft í geðveikra- hælið á Kitppi, vitji upplýsinga i teiknistoíu húsameistara ríkisins. Reykjavík, 5. febr. 1927. Einar Erlendsson. Símaskráiii 1927*28. Ákveðið er að prenta nú símaskrá fyrir árið 1927—28 og eru síma- notendur hér með beðnir að tilkynna skriflega skrifstofu bæjarsímans (kl. 10—12 og 1—4) eða ritstjóra simaskrárinnar innan 10 p. m. pær breytingar, sem peir öska að gerðar verði á. skránni. Enn fremur eru peir, sem ætla að fá talsíma á pessu timabili, beðnir að undirrita pöntunareyðublöð, er einnig fást i skrifstofu bæjarsímans. pannig að nöfn peirra og númer geti orðið tekin upp í skrána. Reykjavík, 2. febrúar 1927. Bæjarsimastjórinn. eð um hann hafði ekki verið dæmt í fógetaúrskurðinum. Var Sigurð- ur dæmdur til að greiða 200 kr. málskostnað, en Jón 100 kr.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.