Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 3

Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 3
kýlasóttirnar gengn. Nú eru allar samgöngur milli landanna orðnar svo afartiðar, rnörg lífsskilyrði þjóðanna eru nú orðin svo háð þessum samgöngum, að það varð að leita að nýjum meðulum, nýjum varúðarreglum, er gætu stöðvað þessa ógnargesti. Eins og ég tók fram áður þutu hiuir stóru iðnaðarbæir fyrst upp í kolalöndunum með Englandi fremstu í flokki. Það er því eðlilegt. að hér fyndu menn fyrst til ókostanna við hið mikla þéttbýli. Þettu sýndi sig fyist veiulega þegar kóleru- sóttiinar geysuðu. Nú stóð lika svo á, að margar af þessum borgum stóðu á bökkum hinna stærri skipgengu fljótanna, því þannig urðu samgöngurnar við hin Iöndin greiðust. Neyzlu- vatn þessara horga var þá vanalega tekið úr ánum og jafn- framt. veittu menn skolpinu i þær. I’egar hér við bætist, að skolpið, áður en það komst út í árnar, náði að germenga allan jarðveg hinnar bygðu lóðar, þa er ongin furða þót-t kólera og aðrar næmar diepsóttir tækju sér svo að segja fastan bústað á þessum stöðvum. Skolpið var leitt frá hús- unum eftir opnum ólímdum rennusteii'um; þó ræsin væru á nokkrum stöðum lokuð, þá voru þau þó aðallega ólimd og með einhverju því ólagi (t. d. ferstrend), að þau mátti fremur kalla safngryfjur fyrir saur og óhreinindi hverskonar. Þegar hitar gengu lagði megna fýlu og ódaun upp lir jörðinni, sömuleiðis upp úr ám þeim, er skólpinu var veitt í. Sem dæmi má nefna, að árið 1844 varð parlamentið i Lonúon, þjóðþing Eng- lendinga, að hætta fundum sökum fýlu þeirrar, er lagði upp úr Themsá. Nú fundu menn, að eitthvað varð til bragðs að taka. Það var skipuð nefnd til þess að íhuga alt það, er að þessum mál- efnum laut. Um sama leyti kom upp kólerusótt og voru þá fleiri nefndir settar til íhugunar þessu. Það lag komst h'ka á, að safnað var reglulegum og áreiðanlegum skýrslum um öll mannalát og af hvaða sjúkdómi hver einstakur hefði dáið. Nefndirnar fengu þessar skýrslur til rannsókna og gátu fyrst og fremst lesið út úr þeim, hvar óþrifabælin voru að finna; síðan vorn gerðar ráðstaíanir til þess að ráða bót á aðalraeininu.

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.