Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 5

Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 5
og vetur; en þú þurfti að búa svo utn brunnhleðsluna, sem lá gegnutn efsta jarðlagið, að ekkert vatn þaðan næði að komast niður í brunninn, eins og frekar sogir i septemberblaðinu af Eir (Um neyzluvatn). Vanalega var þó farin sú leið, að nokkrir stærri brunnar voru grafnir annaðhvort innanborgar eða utan, þar sem bezt leit út fyrir að mest vatnsmegn feng- ist, og þaðan var vatnið svo rekið eftir pípum til húsanna. Stundum var vatnið tekið úr ám eða stöðuvötnum og veitt í pípum eins og fyr segir. Væri það ekki frá náttúrunnar hendi fullkomlega hreint og ómengað, var það hreinsað einhverstaðar á leiðinni áður það kæmist til húsanna.* Nú var ekki íramar leyft að kasta sorpinu í hauga fyrir utan húsin, en ltverjum húseiganda var gert að skyldu að safna sorpi og rusii í byttur eða hólka, sem tæmdir voru á ákveðn- um tímum, og sorpið svo flutt út fyrir hið bygða svæði. Mönnum var algerlega bannað að láta skolpið komast í sorp- ræsin. Sorpið inniheldur ýmisleg efni, er vatnið ekki getur haldið á lofti; þau mundu því falla til botns og mynda þar hrúgur, er fljótlega gætu stíflað ræsin. Ég hefi áður tekið það fram, að í nokkrum borgum, er stóðu á árbökkum eða við vötn, voru aðal-vandræðin fólgin i þvi, að neyzluvatnið var tekið úr þeim sömu ám eða vötnum og skolpið frá bænum var veitt í. Þessu þurfti því að breyta. Þó myzluvatnið væri tekið annarstaðar frá, var all-víða enn þá mikil vandræði að því, að þuifa að veita skolpinu, eins og það kom fyrir, út í árnar. í hitum urðu árnar mjðg daun- iliar og svo safnaðist frá skolpinu fyrir í ánum stórmikið af leðju; við það grynkuðu þær smámsaman og þetta varð með timanum til tálmunar skipaferðum um árnar. Nefnd sú, sem áður er getið um, tók þetta líka til meðferðar og athugaði hvað gera ætti. Það voru gerðar allmargar og margvíslegar rannsóknir. Það var reynt að sía skolpið áður en þvi væri veitt aftur í árnar. Það var lika reynt að blanda það ýmsum efnum, er áttu að hreinsa það. Alt þetta varð ógurlega kostn- * Menn le9Í hér septemberblaðið af Eir 1899.

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.