Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 9

Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 9
9 Menn hafa líkt húsunum við blóðkoppa á lioldi manns og fellur mjög vel á þeirri samlikingu. Húsin soga, vegna hitans, sem í þeim er, loft úr jarðvegnum rétt eins og blóðkopparnir bióðið úr holdinu, sem þeir eru settir á. Fornmönnum vorum hefði að minsta kosti fundizt að þeir skilja þessa samiikingu mjög vel, því jörðina kölluðu þeir hold Ýmis eins og kunn- ugt er. Mönnum mun þá skiljast hvernig spiltur jarðvegur getur pestað loftið, sem vér eigum að anda að oss. Skaðlegar loft- tegundir geta sogast úr jarðveginum og blandast saman við andrúmsloftið. Þetta á við fullkomin rök að styðjast, því menn hafa gjört nákvæmar rannsóknir á uppgufun skaðlegra loft- tegunda frá skolpgryfjum. Við 15° C. fékst. á hvern rúm- málsmeter, sem gryfjan innihélt af skolpi, 619 grömm kolsýru, 113. gr. Ammóníak, 2. gr. Ihennisteinsvatnsefni (Svovlbrinte) og 415 gr. ýms kolavatnsefnissambönd (Kulbrinter). Við 25° 0. varð útgufun þessara lofttegunda 2 til 21/., sinnum meiri. Sömuleiðis var rannsakað innihald af lífrænum efnum í rúm- málsmetri jarðar frá mismunandi stöðum. Pað fundust. af þessum efnum í vanalegii jörð 118 grömm, rjett við vatns- held skolpræsi 93 gr., skamt frá salerni 1257 gr. og skamt. frá skolpgryfju 2230 gr.’ Læknar vorir hafa svo oft og einatt fengið áþreifanlegar sannanir fyrir því, hvílíkt skaðræði getur af því komið fyrir menn og skepnur að hafa bústað á menguðum jarðvegi, að þetta getur ekki framar verið neinum vafa undirorpið. fegar raki og hiti mætast í monguðum jarðvegi, breyt- ast lífrænu efnin í ólífræn, sérstaklega kolaefnissambönd og köfnunarefnissambönd; þegar rotnunin heldur áfram, myndast Ammoníak og að siðustu Saltþétursýrlingur og Saltpétursýra. Til þess að þessar efnabreytingar geti orðið, verður jarðvegur- inn líka að innihalda ýmsar smáverur (bakteríur og sveppi), sem auðvitað ávallt eru í ógurlegri mergð í hveijutn jarðvegi. Þegar um samband andrúmsloftsins við loftið í jarðvegin- 1 pd. eru 500 grömm.

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.