Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 11

Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 11
11 skilyröa, sem fyrir hendi eru. Ég er þá aftur kominn að því grundvallaratriði, sem ég í byrjun máls mins benti mönnum á, að læknar vorir hefðu tekið sér fyrir hendur að fræða al- menning á, sem só því, að líkami vor, jafnt sem annað, er lifir og lifa á, fái að búa við þau ytri lífsskilyrði, sem þurfa, svo að hann geti þrifist og staðist gegn árásum ilira fjanda. Ræða mín hefir snúist unr tvö af þessum ytri lífsskilyrð- um fyrir oss mennina, nefnilega gott neyzluvatn í fullum mæli og að geta losast á réttan hátt við skolpið. Öll þau vandræði, sem víða á bygðum bóium eru á því að koma lagi á þetta, stafa af því að menn fyrst á þessum siðustu timum hafa fengið verulega augu upp fyrir því, hve stórvægilega þýðingu þotta hefði. Ef mönnum hefðu skilist þetta fullkomlega þegar menn í fyrstu völdu sér bólstæðin, þá væri ástandið víða betra en það er nú. Það verður að skera úr þvi fyrstu, þegar ákveða á hússtæði, hverjir örðugleikar séu á því að ná í gott neyzlu- vatn ástaðnum, og hverjir örðugleikar séu á þvi að losast við alt það, er heimilið þarf að losast við, skolp og önnur óhrein- indi. Éað verður oft enn þann dag í dag, að menn láta til- viljunina velja sér hússtæði. Fornmenn vorir tóku sér bústað þar, sem öndvegissúlurnar bar að landi, eins og Reykvíkingum mun sérstaklega kunnugt; það er víst ekki unt að nefna áþreifanlegra dæmi þess, að tilviljunin sé látin ráða þessu. IJað vill oft verða vandi eftir á að ráða bót á þvi, sem fyrir- rennarar vorir höguðu óskynsamlega; þó það ekki ávalt takist íyllilega, þá er það þó skylda vor, þegar vér sjáum hið rétta, að stiga ekki i sama sporið og áður, heldur broyta högum vorum eftir nýjum sannleika, nýrri og fullkomnari reynslu. Eg hefi áður tekið það fram, að á miðöldunum var óhreinlætið hjá mönnum mjög mikið, enda fengu menn þá að kenna á sjúkdómum og drepsóttum. Margt bendir aftur á móti á það, að hreinlæti manna á foinöldinni hafi verið viða allgott; menn hafa þá að minsta kosti haft hugmynd um, að hreinlæti væri þýðingarmikið, þó útskýring manna á því hafi þá farið öll á einu veg. Ég get tekíð til dæmis, að í 5. bók Móses 23. kapít.i'la, versinn 12 14 stendur:

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.