Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 18

Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 18
né verður honum að nokkrum notum. Allir vita, að íæða vor verður að fara gegn um munn og maga, til þess að vér höfum hennar full not. Pað er meira að segja ekki nóg að fæða vor komist í þessa staði. Máltækið segir: „ekki er alt matur sem í magann kemst. “ Það er rétt mæit, bæði að því leyti, að fleira getur komist þangað en fæðan ein, og ekki síður að hinu-leytinu, að það er ekki nóg að hún komist þangað, heldur verður hún einnig að taka þar ýmsum breytingum til þess að hún komist þaðan inn í likamann. Fæst matvæli eru þannig frá náttúiunnar hendi, né heldur eftir matreiðslu, að þau komist óbreytt inn í líkamann. Þessar breytingar, sem likaminn gerir á fæðunni, svo að hún geti komist inn í hann, köllum vér meltingu. Fá staði, þar sem þessar breytingar verða, köllum vér tneltingarveg. Meitingarvegurinn er í heild sinni pípumyndaður. í ýms- um hinna lægri dýra er hann regluleg pipa, nálega öll jafnvið og viðlika löng og dýrið ait. í hinum æðri dýrum er pipan lengri en líkaminn, og kemst því ekki fyrir nema með því að leggjast í marga hlykki. En hve margvísleg sem lögun hennar kann að vera, má þó telja svo, að pípa þessi myndi hið inma yfirborð líkamans, eins og skinnið myndar hið ytra yfirborð hans. Það sem er i meltingarveginum er þvi í raun réttri á yfirborði likamans, og komst ekki inn í hann sjálfan, nema það fari út um veggina á meltingarpípunni. I. Meltingin. Hvað er þá fæða? Það eru hverskonar þau efni, sem likami vor þarf sér til viðhalds. Vér getum ekki lifað án vatns. Vér getum ekki lifað án snrefnis loftsins. Vér þm-fum að fá matarsalt og aðrar fleiri salttegunair. Alt þetta er því i raun réttri fæða, pótt ekkei't af því sé kallað svo í venju- legu máli, enda getum vér fært oss þessi efni í nyt, án þess þau taki breytingum í meltingarveginum; líkaminn þarf ekki að melta þau.

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.