Eir - 01.01.1900, Síða 25

Eir - 01.01.1900, Síða 25
25 honum svo að gagni. Hvernig hún komist úr þörmunum inn í líkamann, og hvað verði úr henni. f’egar fæðan er melt, eru eggjahvituefnin orðin að peptón- um. Feitin er mestöll orðin að fltudropum svo smáum, að þeir sjást ekki með berum augum, eins og i mjólkinni. Kol- vetni eru orðin að þrúgusykri, eða ofnum sem eru honum ná- skyid. Þetta er árangurinn ai meltingarstarfanum og skilyrði fyrir því að fæðan komist úr meltingarveginum inn í lík- amann. Það mætti svo virðast, sem það væri ekki bundið miklum erfiðleikum fyrir matinn að komast gegn um slímhimnu þarm- anna, því að hún er að innan öll klædd einu einasta lagi af seilum. Fyiir utan þær taka þegar við æðar, bæði þær er blóð rennur eftir og sogæðar. En þó er það svo, að þetta eina selluiag veldur ósigrandi tálmun fyrir þann mat, sem er ómeltur. En hann kemst í gegn þegar hann er meltur. Pað er ekki nákvæmlega rétt að hann fari í gegn, brjótist í gegn, eins og þegar vökvi rennur gegnum sáld eða drepur gegnum fat, heldur draga þessar sellur hann í sig, og sleppa honum aftur úr sér inn í æðar og sogæðar. Þær sjúga hann í sig. Sellurnar í slímh’imnu magans sjúga tiltölulega lítið í sig, en í þörmunum kveður miklu meira að þvi, enda er yfirborðið þar mörgum sinnum meira. í smáþörmunum verður þvi bæði melting og sellurnar sjúga í sig þann mat sem meltur er. En í ristlinum eru engir meltingarkirtlar sem teljandi séu. fJar hafa sellurnar þeim einum starfa að gegna að sjúga þann mat i sig, sem meltist í mjógirninu, og vatnið sem er blandað saman við hann. Þeim mun lengri timi sem líður án þess saurinn tæmist niður af manninum, því meira eyðist úr hon- um af vatni, og því harðari verður hann. Ef það er ómögulegt vegna einhverra sjúkdóma að koma fæðunni rétta leið, eða ef meltingin er engin, má stundum takast að fleyta lífinu fram nokkra daga með því að spýta matarmauki blönduðu saraan við hrátt brys inn í endaþarminn. Brysið meltir hann þá að nokkru leyti og sellurnar sjúga hann

x

Eir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.