Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 26

Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 26
26 svo í sig', en það gefur að skilja, að næringin verður á þennan hátt ófullkomin, og að eins til bráðabirgðar. Fitan fer mest öll inn í sogæðarnar, en hin ðnnur fæðu- efni beint inn í blóðið; en alt blóð, það er komur frá melting- arganginum fer fyrst til lifrarinnar, og siðan áleiðis til hjart- ans. Hvort heldur fæðuefnin því fara gegnum lifrina og hafa þar áfangastað, eða þau renna fyrst eftir sogæðunum og síðan inn í blóðið upp í brjóstholi, þá fer svo að lokum að öll fæðan, sú er meltist, blandast saman við blóðið. Þegar svo er komið, getur fæðan náð sínu takmarki, að halda líkamanum við og endurnýja það sem .eyðist; fyr ekki. Nú getur hún borist með blóðinu „inn á hvert einasta heim- ili‘‘, inn í hverja einustu sellu i líkamanum. Nokkur hlut. inn brennur þar, sameinast súrefninu, hitar líkamann upp og myndar afl það er framkvæmir erfiði. Nokkur hlutinn sezt þar að og verður að holdi. Því er nú svo varið að fita og kolvetni hafa að mestu leyti það hlutverk að brenna í lík- amanum, en eggjahvítuefnin myndar hins vegar hold. Þess vegna hafa þau stundum verið kölluð holdgjafaefni á isienzku. Auðvitað er þetta ekki algild regla. Eggjahvítuefni taka einnig þátt i brenslunni, og þegar fita safnast fyrir í iíkama vorum kemur hún oftast úr fitunni i fæðunni. Brunaefnin, „reykurinn" og „askan“, sem eru líkamanum ónýt, eru að mestu leyti kolsýra og þvagefni. Ef þau safnast fyrir í líkamanum, er honurn hætta búin, og bíður hann fyr eða siðar bana af því. Þess vegna er þvi svo komið fyrir, að sellurnar, sem hafa myndað þau, sleppa þeim iir sér inn í blóðið aftur (sbr. Eir 1. árg. bls. 52) og svo losnar hkaminn við kolsýruna í lungunum; þar fer hún út í loftið. Við þvag- efnið losnar hann í nýrunum, þvi að þar myndast þvagið. Ef maður mælir alla þá kolsýru og alt það þvagefni, sem fer á sólarhring hverjum úr manni sem sveltur, þá má eftir því reikna út hve mikið hafi eyðst af fitu og hve mikið af eggjahvítuefnum í líkama hans. Menn gætu nú imyndað sér, að'þessum manni væri nóg að fá í mat sínum jafumikið af feiti og eggjahvítuefnum á hverjum

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.