Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 28

Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 28
t 28 herða þeir upp hugann, þegar þeir fara að hugsa um hjóna- bandið. Og þá er oft allur koilurinn umhverfður. Geiturnar hafa eflaust breytt lifsferli margra manna og eitrað mörgum manni lífsstundirnár. * Það er margt bogið í þessari skoðun og þeirri meðferð á geitum, sem hún hefir í för með sér. Hver eru þá sannmælin um geiturnar? Geiturnar eru hörundskvilli, sem einkum kemur á hært hörund. Kvilla þessum veldur sveppur náskyldur myglu, en á ekkert skylt, við kirtlaveiki. Ef hann festir rætur í skinn- inu, umturnar hann því og vex inn í hárin, svo að þau verða stökk i sér, brotna um þvert eða losna upp. Til eru 2 teg- undir af þessum svepp og fyrir því eru til 2 tegundir af geit- um, býsna ólíkar hvor annari. Báðar skemma hárin, en önnur myndarþykkar, dauniilar gul- leitar skánir. Eftir Jangan tímalosnar hárið upp og verður sá blettur æfinlega sköllóttur. fessa tegundina þekkir almenningur bezt. Hin myndar að eins hreistur i hárinu. Hárin losna ekki, en brotna niður undir skinni. Par sem engin hár eru, eða að eins hýjungur, svo sem er á líkamanum mestöllum að höfðinu undanskildu, kemur rauður þroti i skinnið, og hverfur hann oftast fyrst i miðju svo að hringur verðureftir. Þaðerkallað hringormvr og er sá kvilli flestum kunnur, og þykir víst eng- um nein vanvirða að lionum. Annars er það ekki nema Jækna meðfæri að þekkja þessa tegundina frá öðrum skinnkvillum á lröfði, sem liafa flösu og hreistur í för með sér. Geitur kvikna aldrei á neinum manni af sjálfu sér. Þær eru æfinlega aðfengnar, annaðhvort af mönnurn eða skepnum, og mun mega telja kettina rnestu valdandi, því að þeir hafa oft geitur, einkum á efri aldri, en nautpeningur getur einnig haft þær. Það er þvi augljóst, að það er litlu meiri vanvirða að fá geitur en hvern annan næman sjúkdóm. Auðvitað er þeim síður hætt við að fá hann, sem eru þrifnir, en oftast verður þetta á unga aldri, svo að vanvirðan, ef nokkur er, ætti þá

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.