Eir - 01.01.1900, Page 39

Eir - 01.01.1900, Page 39
39 Ekki efa ég þaö, að loftlitlum, saggafullum og köldum húsakynnum víðast hér á landi sé því og um að kenna, að ungbarnadauðinn er svo mikiil og verður líklega svo að vera, meðan fátæktin er hins vegar, en ekki væri það rétt, að skella allri skuldinni upp á fatæktina; mér er nær að halda að /'«- viskan og hirðuleysið eigi og sinn skerf og hann drjúgan; en vonandi er, að alt fari þetta batnandi með vaxandi menning. Móðir elskar afkvæmi sitt og hryggist, þegar það verðurlasið; hún veit oft ekki — sem betur fer — að það getur verið henni að kenna, að barninu er ilt og að það veslast upp og deyr. Hvaða fræði ætti að sjálfsögðu að vera hverri móður dýrmætari en fræðin um hina réttu meðferð á ungbarni henn- ar? hvernig er því varið, að þær mæður eru vist teljandi, sem leita sér fræðslu í þessu tilliti. Ég hefi á öðrum stað tekið það fram, að „Barnfóstruna" ætti að kenna i kvennaskólum, en þvi mun hafa verið gefinn lítili gaumur; hvort skyldi vera nauðsynlegra fyrir stúikurnar á kvennaskólunum að kunna landa- fræði eða „Barnfóstruna" ? landafræðin er kend — og er það sjálfsagt — en frœðin um meðferð ungbarna er látin eiga sig; eitthvað er þetta öfugt. J. J. ^rá holdsveiljraspítalanuni." Holdsveikraspítalinn gat eigi tekið til starfa fyr en 10. október, 1898. Komu þann dag tveir fyrstu sjúklingarnir. Úr því voru þeir svo smámsaman að týnast á spítalann fram í mánaðarlok, en þá voru þeir orðnir 58 að tölu. Siðar á árinu bættist svo einn við. Árið 1899 komu 22 sjúklingar, svo alis hafa 81 sjúktingar komið á spítalann frá því hann tók til starfa til ársloka 1899. Skrá sú, sem hér fer á eftir sýnir úr hvaða sýslum sjúkl- ingarnir hafa komið og hve margir úr hverri. Til samanburð- ar set ég aftan við tölu hoidsveikiinganna hér á landi í árs- * Að mestu eftir skýrslu minni til stjórnarnefndar spítalans.

x

Eir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.