Kennarablaðið - 01.04.1900, Síða 15

Kennarablaðið - 01.04.1900, Síða 15
111 11. gr. Féhirðir heflr á hendi innheimtu á tekjum féia.gsins og greiðslu á útgjöldum þess eftir ávísun forseta. Hann semur ársreikning félagsins, sem nær frá nýári til nýárs, svo snemma, að endurskoðunarmenn geti endurskoðað hann fyrir ársfund og stjórnin svarað athugasemdum þeirra, ef nokkrar eru. Leggur síðan ársfundur úrskurð á tillögur endurskoðunarmanna. 12. gr. Yaraforseti gegnir forsetastörfum í forföllum forseta. 13. gr. ' Missi fulltrúa við, kemur varafulltrúi i hans stað eftir lrlutkesti fyrir þann tíma, sem hann átti eftir. 14. gr. Tillögur til lagabreytinga skal bera upp á ársfundi. Nái slík tillaga þar helming atkvæða, skal geta hennar í auglýs- ingu næsta ársfundar og bera hana þar upp í annað sinn. Yerði tillagan þá samþykt óbreytt með 2/s atkvæða, öðlast hún lagagildi. jRennarafundurinn í Mrisíiania, sem auglýstur er hér í biaðinu, er sameiginlegur kennarafundur fyrir öll Norðurlönd. Hafa samskonar fundir verið haldnir við og við á síðari árum, síðast í Stockhólmi 1895, og þar áður í Kaupmannahöfn 1890. Á báðum þeim fundum mættu kenn- arar frá íslandi, og vonandi er, að einhverjir héðan af landi sæki fundinn í sumar. Betra tækifæri en þetta geta menn ekki fengið til að heimsækja bæði Noreg og Danmörku, þar sem fargjaldið verður lækkað um helming, og auk þess teljum vér sjálfsagt, að íslenzkir kennarar verði allra hinna sömu hlunninda aðnjótandi sem danskir kennarar. Yér erum þess fullvissir, að engan kennara, sem annars með nokkurum ráð- um getur kloflð kostnaðinn, mun iðra þess að hafa farið þessa

x

Kennarablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.