Kennarablaðið - 01.05.1900, Blaðsíða 6

Kennarablaðið - 01.05.1900, Blaðsíða 6
118 ekkert kaup upp við bændur nema að eins fæðið, og svo verði þeir að eiga það undir von, hvort stiftsyfirvöldin vilji veita þeim nokkrar krónur úr landssjóði. Þegar Jón hefir fengið þetta svar, hugsar hann sér að hætta þó ekki við svo búið, heldur skrifa suður og beiðast inngöngu í félagið. Það er auð- fengið ; en hvað kostar það? Tillagið er ekki nema 2 kr. á ári. En leiðinlegt er að vera meðlimur félagsins og koma aldrei á fundi þess. Ég verð þó að sækja að minsta kosti einn fund árlega, hugsar Jón, og hvað skyldi sú ferð kosta? Við hvað á ég að míða ferðakostnaðarreikninginn? Jú, það er víst bezt að miða hann við reilcning þingmanns Skagfirð- inga, því gera má ráð fyrir, að hann hafi samið samvizku- samlegan reikning. Með þessu dæmi þykist ég hafa sýnt fram á, að umgangs- kennarar þurfi að leggja meira fé í sölurnar en eina 75 aura árlega (auk „Kennarabl."), ef þeir eiga að vera meðlimir fé- lagsins meira en að nafninu til. Mór finst til nokkuð mikils ætlast, að vér komum hópum saman og kostum oss árlega á fundi, sem haldnir eru í Reykjavík. Með því fyrirkomulagi mundi tilkostnaður ipargra kennara fara langt fram yfir það, sem atvinnan gæfi af sér. Það getur vel verið, að fáir eða enginn kennari líti eins einhiiða á þetta mál og ég. En sé svo, er hugsanlegt, að þessar athugasemdir mínar verði til þess að rjúfa þögnina meðal vor starfsbræðranna. Verstu erfiðleikarnir í starfi voru eru að mínu áliti þeir, að það er svo óstöðugt og á veikum þræði, og svo hitt, að það er mjög illa launað út um landið, þar sem menn eru lítið meira en matvinnungar, þegar allur kostnaður er frádreginn, svo sem tii bóka og kensluáhaMa, sem hver samvizkusamur kennari þarf að hafa. Pegar menn hafa kostað sig ölmusu- lausir í 2—3 vetur á opinberum skóla til þess að búa sig undir kennarastarfið, og hafa keypt bækur og kensluáhöld, eiga þeir oft á hættu að fá ekkert að gera; og þótt þeir kannske fái atvinnu, er hæpið, að þeir geti haldið henni. Pegar einn vetur er liðinn, kemur ef til vill piltur einhversstaðar utan af

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.