Plógur - 02.01.1900, Blaðsíða 2

Plógur - 02.01.1900, Blaðsíða 2
2 gefi sig fram.sem ekki hafa fengið hann skilvíslega. Vér höfum kom- ist að því, að Plógur hefir glat- ast einhversstaðar a leiðinni til nokkra kaupenda á liðna árinu. Kaupéndurnir fá það baett, sem þannig misferst. Plógur heldur sömu stefnu og áður, flytur stutlar bendingar um jarðrœkt, húsdýrarœkt, landbún- arafurdir, hagsýni og sparnað í búi, bústjórn og um mat ogdrykk. Enn fremur: spurningar og sv'ór, froðleiksmola og kvœði. Kafli úr bréfi til Piögs. (Frá mikilsvirtnm presti). --------„Svo vil eg lýsa fví, að eg er einn af þeirn, efalaust mörgu, sem kunna Plógi góðar þakkir fyrir marg- ar nytsamar og góðar bendingar, en einkanlega þó fyrir urnmæli hans um kaffið og kaffinautnina, sem bráðum er orðin að landplágu, ef hún ekki þegar er orðin það. Et það er satt, að kaffið hafi líkar verkanir og áfengið, og ef það er satt, að áfengið hafi skaðlegar verkanir á taugakerfið og líkamlegaogandlegaheilbrigði manna, og um það efast nú orðið mjög fáir, þá er það voðaleg tilhugsun, hversu kaffinautnin er hér mikil og fer nú vaxandi. Sjálfsagt er það, að kafifið hefir daufar og seinni verkanir en á- fengi, og að marga kaffibolla þarf af kaffi á móti einu litlu staupi af áfengi. Þegar nú þess er gætt, að kaffi er allvíð- ast drukkið þrisv. og fjórum sinnum á dag, þá gefur ao skilja, að kaffinautn- in hefur litlu betri áhrif á taugakerfið en all rífleg áfengisnautn hefir. Eg hefi séð menn drekka svo mikið og sterkt kafifi, að þeir urðu sem ölvaðir, og ótal menn hefi eg séð verða hressa og hreifa af kaffidrykkju líkast því, sem þeir hefði fengið sér í staupinu, en þegar frá leið, fór að draga af þeinr, þeir urðu enn slappari en áð- ur, og þurftu því aptur að fá sér góð- an og vænan kaffibolla. Sumt gamalt tólk, sem vanið hefir sig á kaffinautn, er engu síður sólg- ið í kaffi en drykkjumaður í vín, og hafi það ekki kaffi, verður það óánægt og ónýtt til allra starfa, á meðan það er að venja sig af því, náhvæmlega eins og ásér stað með drykkjumenn. Eg hefi reynt það sjálfur, og reyni daglega, að kaffinautnin hefir líkar verkanir á mig og áfengi og er ná- skylt því. Blessað kaffið! en hvað það er inn- dælt og gott á bragðið, einkum þeg- ar það er dálítið sterkt. En hvað það hitar, þegar manni er kalt, hressir þegar maðurer þreyttur og örmagna, vekur, þegar maður er daufur og syfjaður, gleður og styrkir, þegar maður er sorgbitinn — já blessað kaffiðl En eg veit ekki hvernig það er, því eftir litla stund verður mér enn meira kalt, verð enn meira þreyttur, enn meira syfjaður og enn meira sorgbitinn. Og verð eg því að fá mer aftur litla „lögg“ á ný. — Mér batnar þá. — Ó, blessað kaffið! Eg held eg dæi ef eg ekki hefði kaffið, — blessað kaffið".

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.