Plógur - 02.01.1900, Blaðsíða 3

Plógur - 02.01.1900, Blaðsíða 3
3 Þennan kaffilofsöng, svo glomp- óttur sem hann er, má heyra rétt að segja alstaðar. Samskonar lofsöngur var Ifka lengi sunginn Bakkusi til dýrðar og er enn sunginn víða. — Sama dýrðarsöng kyrja líka ópíum neytendur um ópíið sitt, og sama sálminn raula tóbaksmennirnir. --------Et menn vilja fordómslaust líta á kaffinautnina, þá dylst það eigi, að kaffið hefir samskonar eðli og verkanir og áfengið, en auðvitað daufari og seinvirkari. — Því segi eg enn: ef það er satt, að áfengið sé skaðl. mannl. líkama og sál, þá er það einnig rétt, að kaffið er skaðlegt. Hversvegna banna margir góðir lækn- ar hjartveikum ogtaugaveikum mönn- um að drekka kaffi? Er það ekki af því, að þeir álíti að það æsi og of reyni hinar veiku taugar? Og hvers vega er góðum læknirum illa við að börnum sé gefið kaffi? Er það ekki af líkum ástæðum? Jú, kaffið er skaðl. drykkur, að vísu meinlítið, ef það er mjög lítið brúkað. En því skaðl. sem meira er neytt af því. (Niðurl. næst). Um þurkun á heyi, Það er svo almennt hér á landi, og ekki sízt á suðurlandi, að il!a tekst. til um heyþurkinn og hef eg opt séð, að bændur láta hey skemmast, sem velhefði mátt bjarga undan skemdum, ef rétt liefði ver- ið með farið. Eg hef sjálfur nokkr- um sinnum reynt eptirfylgjandi nteðferð á útheyi og gefist vel: Eg hef látið þurka heyið svo að grasþurt væri, færa það síðan sam- an í kringlótta galta, svo sem 50 —65 hesta í hvern, svo hátt upp- borna, sem má með því að hafa svo sem 6 álna stiga. Galtinn er efst látinn dragast að sjer, svo að hann verður í laginu eins og sézt á þessari mynd. Ef miklar rigningar ganga, læt eg þekja galtann ofan að hlið- um. Svona skal hann standa í 10 vikur og ryðja ^ig, og er þá heýið í hon- um orðið bleikornað og kalt, og er þá óhætt að bera hann inn. Þess skal getið, að þessa aðferð hef eg aðeins reynt við úthey, en eg tel vafalaust, að sömu með- ferð megi hafa á töðu. Julius Halldórsson Klömbrum. Samtal, Pétur: Mikil blessuð frelsis og mentaöld er það, sem við nú lifum á, handa unga fólkinu. Nú geta allir lært til munns og handa, nálega hvað sem þeir vilja, og ekki er fólkið þræl- bundið á vistarbandsklafanum lengur. — Þökk sé alþingi voru fyrir það. Pdll: „Sínum augum lítur hver á silfrið" Pétur minn. Því ber ekki að neita, að greiðari aðgangur er nú að ýmiskonar verklegri og bóklegri fræðslu en áður var. En hann er ef til vill ofgreiður, ef litið er rétt á þjóð- líf vort, hið innra og ytra. Grettir gamli sagði,J að ekki væri sop- ið kálið þótt í ausuna sé komið. Vér

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.