Plógur - 02.01.1900, Blaðsíða 5

Plógur - 02.01.1900, Blaðsíða 5
5 Hjörleifshöfða) um veturinn, en utn vorið sáði hann korni. Hann lét Jiræla ganga fyrir Plóg (arðinum), sem hann plægðij land sitt með. •Gullþórissaga: »Gullþórir eignaðist Flatey og hafði þar sæði. — Þór- ir ól reiðhest sinn á korni.« I Land- námu(kap. 20): „Þeir Kjallakur deildu um land, er var milli Klofnings og Lábeinsár og börðust á ökrunnmfyr- ir utan Klofning. .Þar vildu hvoru- tveggji sá.“ I Vígaglúmssögu (kap. 7): »En þau gæði fylgðu Þverárlandi, að þar var akur, er kallaður var Vitasgjafi, því hann varð aldrei U- frærr". Njála (kap. 9): „Þorvaldur Ö- svífsson fór út í Bjarneyjar að sækja þangað korn og skreið." I sömu bók <kap. 77): Gunnar á Hlíðarenda fór einnsaman af bæ sínum með korn- knippi í annari hendi, en í hinni öxi og sáði korni í akur sinn“. Þetta var sama sumar, sem Oddkell í Kirkju- bæ reið á hann ofan. Hefur það að líkindum verið niður í Akratungum. (Kap. 76): »Fögur er núhlíðin, svoað mér hefur hún aldrei jafnfögur sýnst. Bleikir akrar, slegin tún.« . Hefir ak- uryrkja í Fljótshllð efalaust verið mik- il t þá daga. í Egilssögu (kap 29): er þess getið, að Skallagrfmur hafi haft sæði á bæ nokkrum vestur á Mýr- um, sem hann kallaði að Ökrum. Þetta se/n hé/ er sagt, er frá 9. og 10. öld. Saga Bj. Hítdælakappa (kap. 12): „Ey liggur ! Hftará gagnauðug af egg- veri. Þar er sláttur í og sæði." Á öðr- nm stað 1 sömu sögu: »Nú munu bonur fara að hreifakorn«. I Sturl- ungu (kap, 13)): »Á Reykjanesi voru svo eóðir landkostir, að þar voru aldrei ófrjófir akrar,« þar var jafnan nýtt mjöl haft til eins og annars ágætis.— fiad var snemma d 13. 'old. Seinna segir, að Guðm, biskup helgi hafi gist að bæ nokkrum á Austurlandi og hafi hann gengið með helga dóma og stökt vígðu vatni yfir tún, engjar og akra (árið 1201). Arið 1216 keypti Magnús Skálholtsbiskup land á Gufu- nesi handa Atla og lagði þá mjöl- skuld á landið. Landskuldin átti að gjaldast f mjöli. Frh. Atli (bls. 87-88). Atli: Eg verð fyrir aðhlátri, þegar eg er svo opt að sýsla með mykju moldbleytu og aðra óhreinlega hluti, sem aðrir mínir líkar.skipta sér ekkert af, og vilja ei snerta með fingri sínum. Bóndi: Þegar þeir hafa hlegið út um sinn, þá hætta þeir, því enginn maður getur án afláts hlegið; og þeg- ar guð blessar erfiði þitt, en hinir ó- nytjungar svelta heilu hungri, þá þarftu ekki að tvlla að hláturinn fari afþeim, þú kant segja þeim, að aldrei muni þeir verða haldnir jafn göfugir, miklu síður göfugri en aðrir menn, sem þessa iðn brúka, og lifa við auð og sælu. Að margir stórhöfðingjar og lærðir menn hafa greinilega skrifað um alt hvað jarðyrkjunni viðkemur, og líka starfað þar að með eigin höndum. Svo skrifar Xenophon um Cyrum persákong að hann hafi sagt: »eg sver við þessa kórónu, sem eg ber, að þeg- ar eg er ósjúkur, fæ eg mér aldrei mat, fyr en eg hefi unnið mér til svita, annaðhvort með hermannakúnstum,

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.