Plógur - 02.01.1900, Blaðsíða 7

Plógur - 02.01.1900, Blaðsíða 7
7 peningi" að sér hafa gefist vel eft- irfarandi ráð í þessu efni: 1. „Gefa kúnum nóga og góða töðu um þann tíma sem þær taka við fangi; munu þær þá fremur leiðast i réttan tíma árið eftir. 2. Með nýju tungli eða fullu, má og reyna að gefa þeim otnaða töðu fyrir og eftir vötnun, ef h tt dugar ekki. 3. Að reka búnautið í vatn með þeim kúm, sem eiga að leið- ast. 4. Láta búnautið standa inst í fjósi, svo það geti þefað af kúm um leið og það er leyt í vatn. 5. Binda yxna kú á bás hjá annari sem ekki vill beiðast. 6. Gefa kálflausum kúm salt að jafnaði, til þess að örfa blóðrásina. 7. Að kasta nýbæru-hildum fyr- ir kýr, sem ekki vilja beiðast, og lofa þeim að éta þær; beiðastþær þá skömmu síðar. 8. Að lata kasta ókörruðutn ungkálfum, helzt bolakálfum, í bás kúa, svo þær sleikji þn. 9. Leysa út í góðu veðri þá kú, sem á að beiðast, og búnaut- ið með og lofa þeim að leika sér Unt hríð saman". Mjaltir' á kúm eru vandasöm- ustu og ég vil segja mikilvægustu störfin, sem vinnukonum eru ætluð. Ba;ndur verða að hafa eftirlit á mjölt- ’tnum, að þær séu dyggilega af hendi leystar. Umfram alt verður að mjólka svo vel, að enginn dropi verði eftir í júfrinu, því ella verða kýrnar lak- ari mjólkurkýr. Það má meirtf að segja gelda kýr upp á stuttum tíma, sé skilin eftir í þeim mjólk. Oflangt mál yrði að tína til dæmi af reynslu annara þjóða í þessu efni. En svo segir einn merkur rithöf.: „Efillaer mjólkað, er skaðinn þrefaldur. Fyrst ' er fyrir það girt, að kýrin nái full* komnun í þá stefnu, sem henni er fyrirætluð; hún mjólkar minna. Loks verður mjólkin kostminni en ella, því að sú mjólk, er seinast fæst úr júfrinu, er feitust eða smjörmest." Að setja mjólkina á meðan húrt er volg hafa vísinda- og verk- legar tilraunir sýnt, að er heppilegast. Það fæst meira smjör úr mjólkinni, en sé hún sett upp, þegar htin er orð- in köld. Hvernig á þessu -stendur, leyfir ekki rúmið hér að skýra frá. Einnig er vert að minna á það, að verja mjólkina íyrir óhreinindum. Standi mjólkurföturnar lengi opnar, berast óhreinindi í mjólkina og súrn- ar hún þá fyr en ella, og næst þá feitin síður úr mjólkinni. Cleymið því ekki, að notinvirkni og reglusemi við skepnuhirðingu, eru beztu kostir hvers fjármanns. Það spar- arfóður,að hafa hlýttíhúspnum.að haía engan umgang í þeim milli mála, að gefa slcepnunum ávalt 1 sama mund, og sjá um að allar fáiþærjafnt fóður sitt, sem eru í sama húsi, sem má með því, aðstrá í flýti olurlitlu heyi al- staðar á jötuna, svo skepnurnar verði rólegar á meðan a.ðalfóðrið er lát- ið snirtilega í jötuna, annars ryðst féð á jötuna sér til óhægðar. Allar hreyf- ingar skepnanna hafa fóðureyðslu í för með sér. Ríður þvi á, að skepnurn- ar hafi sent mesta ró og næði árailli máltiða, þegar innistöður eru. Yfir höfuð að tala, ættu fjárntenn að breyta svo við skepnurnar í allri

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.