Plógur - 21.02.1900, Page 3

Plógur - 21.02.1900, Page 3
II það er hin beztahvíld, í stað þess að snúa er fremur erfitt, hvort sem gjört er með höndum eða fótum. Hér er sem sést miðað við hand- snúna hverfisteina, sem eru al- mennastir. Hitt er auðvitað mik- ill vinnusparnaður, að tilbúa stein- ana fyrir fótstig, og sjálfsagt, ef eigi er annað ráð betra; ei\ þeir steinar verða nokkuð dýrir fyrir fátæka, og aldrei verða þeir til líka eins handhægir, sem steðjinn og klappan; og þá má eigi gleyma ijáa eyðslunni, er munar ávalt mildu. Það kann mörgum að virð- ast óvænlegra til bits að klappa en draga. Það er þó ekki svo, svo nokkru nemi. Að vísu kann bitið að verða enn mýkra og fínna í steiniögðum ljá fyrsteftir ádrátt- inn, ef vel mjúk og óseig jörð er fyrir, en hitt er tíðara, að jörð er ekki hin ákjósanlegasta, heldur nokkuð seig eða grýtt, verður þá hin grófari sagarkenda egg í klapp- aða ljánum endingarbetri, að eg ekki nefni hvað Ijárinn þolir bct- ur steina, án þess að springa eða skarða til muna. Það ersvo með að klappa, sem draga á, að það er dálítill vandi að gjöra það svo vel sé, (svo er um flest verk) en engin hætta á, að hver meðal verklaginn maður komizt ekki fljótt upp á að klappa fyrir sig. — Að endingu óska eg, að bændur fan alment að reyna aðferð þessa, svo hin óþaria vinna og eyðsla sparist um hinn stutta en dýrmæta hcyskapartíma vorn. — St. E. Um kaffinautn. (Frá merkum presti). Niðurl. Flestir finna það, að kaffið er óholt, skirrast því margir við að gefa börnum mikið af sterku kaffi. En of fáir eru þeir, því miður, sem kynoka sér við að venja börn á kaffi. Menn þykjast gera vel að setja þau ekki hjá, —En sú góðsemi! Skyldi það ekki hollara fyrir börnin, að fá i bolla af mjólk en i bolla af kaffi? AUir foreldrar ættu að hafa það hugfast, að hér er bömunum komið á eitur, sem gerir þau taugaslöpp, hjartveik og ístöðulítil ef þau neytá þess að nokkrum mun. En foreldrar og aðrir hugsa ekki um slíkt, trúa því jafnvel ekki, að hér sé um nokk- urn óhollan drykk að ræða, þeim þyk- ir þessi drykkur svo Ijúffengur, að þeir vilja engu tllu um hann trúa. A- fengis- og ópíumneytendur trúa held- ur engu illu um áfengið sitt og ópí- urnið. Efast þó enginn um, að það séu skaðl. og drepandi hlutir og hef- ir þvf hin öflugusta barátta verið haf- in gegn þeim. Ef þvl kaffinautnin er skaðleg, og það er hún, hví á hún þá að vera í friði, hví á ekki lfka að hefja bar- áttu gegn henni og eyða henni? Kaffinautnin er synd gegn mannleg- um líkama, þar sem hún veikir taug- arnar, synd gegn vellíðan mannsins, því hinum taugaveiklaða og hjart- veika getur ekki liðið vel, og synd gegn náunga hins veika, því hinn veiklaði verðttr eigi náunganum til þeirrar ánægju og uppbyggingar, sem hann annars gæti verið. En er þá kaffið orsök íallritauga- veiki og hjartveiki ? Enginn segir það, því margt kann fleira að valda, en hver veit þó, hve mikið kaffið á í allri taugaveiklun, hjartveiki og öðr- um heilsuspjöllum, sem rétt alstaöar

x

Plógur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.