Plógur - 21.02.1900, Blaðsíða 7

Plógur - 21.02.1900, Blaðsíða 7
iS hsegt að segja nema örlítið í svona stuttri grein, um f)að, sem hver mað- Ur þarf að vita, sem vill leggja sig «ftir þessum atvinnuvegi. Eg er sannfærður um, að hænsna- raekt getur verið ábatasöm lijáoss, og enginn vafi er á því, að hænsnaegg Cru góð verzlunarvara, alveg eins þótt þau séu frá Islandi eins og t. d. frá Noregi og Danmörku. Reyrslan hefur sýnt, að hér ( Rvík gefur meðal varphæna 4—6 krónur í hreinan ágóða og það er l(kt þvi, sem gjörist í Norcgi. En þau þurfa góða og nákvæma meðferð.— Hér 1 Rvík lifir einn maður að miklu leyti á hænsnarækt. Hann á Um 50 góðar varphænur Atli (bls. 141 - 142). —o— Atli ... — — Menn eru þó af nátt- úrunni allir jafnirog sern stakan forna hljóðar : »IJá Adam gróf en Eva spann, enginn þekti keisarann«. Bóndi: »Enginn hlutur er fullséð- Ur fyr en hann er báðumegin skoðaður, þu álítur þá hina vmstri síðu þína kjöra Þar, er þér vex það eina í augurn, sem mótdrægt er, og spillir ánægju þinni, ■uu freistar þín ti! öfundar við aðra menn, er þú hyggur þér sælli; getðu Uu gaum að högum þínum hægra uaegin, þar blasir við mörg og mikil Þ®gð og róserni, sem höfðingjarnir fá ekki að njóta, hvað fe gnir sem þeir v’lja. Enginn maður hefir meira frelsi, enginn saklausari og óbrygðulli á- nasgju, enginn ininni háska og vanda, en einn duglegur, velmegandi bóndi, sÚkur, sem þú ert; þegar þú ert guð- fækinn og trúrækinn, hefir þú góða Samvizku og innvortis ánægju; þegar Þú ert góðgjarn við granna þína, þá ^na þeir þér hið sama, og þú verð- tlr þá vinsæll. Þegar þú erfiðar, hefir þú ánægju, ávinning, góða heilsu og góð þrif, sem lengja h'f þitt fram til ellinnar, og hún verður þér þá heið- arleg, hæg og róleg, þú ert frl frá ó- teljandi áhyggjum og sorgum, sem hinir æðri mæðast með alla æfi, og leggjast þar fyrir stundum varla mið- aldra í gröfina. Hvað þína stétt snert- ir, þá er hana að álíta, sem undir- stöðusteina allrar þeirrar byggingar, sem kallast almennings gagn; þeir eru að sönnu lágt í byggingunni, en þar er hún öll uppákomin ; þeir hagg- ast ekki, né hrærast af nokkru stór- viðri, og ef þá bilar, þá bilar öll byggingin. Þennan heiður og gagn bændastéttarinnar hafa vitrir menn og góðgjarnir ætíð þekt, en þó er henni nú sá hádegistítni kominn, sem aldrei kom fyr, að sjálfur kongur vor og hans höfðingjar taka nú bændur f forsvar, lokka þá með fyrirheitum til þess, sem áður var gagn og skylda bændanna, og unria þeim stórgjafa og annara sæmda, sem nokkurn dugnað sýna öðrum fremur«. — — — Akury rkja. II. — — »Þorsteinn kraki í auga sótti korn tim daginn, útá akurinn og kom heim til eldhúsdyra (Sturl. kap 10.). Það sama sinn, sem hann vann níð- ingsverkið á Gttðm. Ortnssyni«. — A öðrum stað: »Haukur á Álftanesi gaf l'orgilsi þrjú sáld malts og þrjú sáld korns og 6 vættir að auk«. —- Þetta sýnir kornyrkju hérá 11. og 12. öld. Kristniréttur Þorláks og Ketils, er skriftður var 1122, nefnir akuryrkju, og Kristniréttur Jóns erkibiskups f Niðárósi, er skrifaður var 1253, segir, að leyfilegt sé, að fiytja korn og hey 1 hlöðu á sunnudögum alt til kvölds. — Víða er og talað um akuryrkju í 1 Grágás, Járnsíðu og Jónsbók.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.