Plógur - 20.03.1900, Blaðsíða 2

Plógur - 20.03.1900, Blaðsíða 2
i8 ur heima ekki treysta sér að halda áfram búskap, á meira eða minna ræktuðum jörðum og með þeim bú- stofni, sem þeir hafa, get ég ekki skilið í öðru, en þeim veitist erfitt að taka hér óræktað land til á- búðar og fá svo nægan búpen- mg °S annað það, er hér þarf til búskapar. Eg er viss um, að ef bændur heima legðu annað eins á sig og bændur hér vestra mega til að gera, m^ndi búskapurinn heima líta ut öðruvísi, en hann nú er. Hér verða menn annað- hvort að duga eða drepast«. Þann- ig hljóðar þessi bréfkafli, sem er frá sannorðum og skýrum manni. Það fyrsta og helzta, sem stutt getur að því, að rétta landbúnaðinn við, er trú sjálfra landsmanna á framförum og góðri framtíð land- búnaðarins, ánœgja og löngun til þess, að búa og leita sér allrar þekkingar sem mögulegt er, bún- aði viðvíkjandi. Þetta gildir um hverja stöðu sem menn eru í, en þó enga eins ogbúskapinn. Það er ekki von á að búskapurinn þrífist í höndum þeirra manna sem hafa enga löngun á að búa og finna enga ánægju í viðskiftum sínum við náttúruna. Eg er einnighrædd- ur um, að bændum alment þyki búskapurinn lítilfjörleg staða, því þeir keppastnú margir við, aðkoma sonum sínum í einhverja aðra stöðu en bændastöðuna. Já, það er svo sem meira í munni, að láta strák- inn stúdera, heldur en að hann fáist við búskap. Mönnum verður að vera það ljóst, að bóndi er bústólpi og bú er landstólpi, að bændastaðan er þýðingarmesta staðan í þjóðfélagi voru, að í þá stöðu þarf helst að velja góða menn, þrekmikla, vilja- sterka og greinda menn. Undir dugnaði bændastéttarinnar er vel- ferð þjóðarinnar að mestu leyti komin. Það er viðurkendursannleiki. Hvernig á nú að reyna að rétta landbúnaðinn við? Getur Valtýsk- an, stóri bankinn og ritsíminn orðið lyftistöng landbúnaðarins? Þó Plógur sé ekki pólitiskt blað, þá getur hann ekki leitt þessi mál fram hjá sér alvegþegjandi; eink- um og sér í lagi þegar eitt blað hér í bænum tilnefnir þessi 3 mál, sem aðalatriðin til viðreisn- ar búnaðinum. (Frh.). Hugvekja. Eftir J. B. »Vænt er að kunna vel að búa, vel að fara með herrans gjöf«. Eggert Olafsson. Það má undrum gegna, hve seint opnast augu á oss íslendingum í matarmeðferðar-tilbúningi og í því, að velja rétt fæðuna, sem vér neyt- um. Vér sjáum ekki hve mikið vér getum haft af því, sem miklu er betra en það flest, er vér kaup- um af öðrum þjóðum. Eitt hið helzta af þessu, er mjólkin. Síð- an torvelt varð að selja jafnmikið

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.