Plógur - 20.03.1900, Blaðsíða 4

Plógur - 20.03.1900, Blaðsíða 4
20 aí því leiðir aptur það, að erfitt er að fá fólk til þess að vera í fjósinu, eða hirða kýr Um þetta er almenn kvörtun, og oft á rök- um bygð. Það, sem einkum fælir fólk frá því að vilja vera í fjósinu, er þetta, að það þykir ó- þrifalegt og máské um of reglu- bundið. Þess utan eru sumir hrædd- ir við fjósalyktina og halda, að að hún festist við sig. Jafnvel þessi einföldu og saklausu nöfn, „fjósamaður" og „fjósakona" hafa verið, og eru máské enn höfð halfgert í fyrirlitningu, og er það eitt með öðru, er gerir fólk myrk- fælið við að vera í fjósinu. Fjósaverkin lenda því tíðast á unglingum og eldra fólki, pipar- sveinum og piparjómfrúm, eða með öðrum orðum á þeim, er ekki þykja gjaldgengir ti! annarar vinnu. En hvernig geta menn svo ætlast tii, að þessi verk séu vel af hendi leyst, þegar þau eru fengin fólki, sem skortir þrek eða líkamsburði til að ynna þau af hendi, svo vel sé, Það getur auðvitað gengið og farið vel, ef viðkomandi fá góða hjálp með alt það erfiða, svo sem vatnssókn o. s. fív. En nú er þvf svo varið, að fjósaverkið eru miklu erfiðsri, vandasamari og um leið óþrifalegri, en þau þyrftu að vera, ef fyrirkomulagið væri dálítið öðru- vísi á fjósunum. Fjósin eru tíð- ast mjög léleg, þröng, dimm, lág og loftlítil, eða með öðrum orðum, eins og þau eiga ekki að vera. Það er enginn gangur eftir þeim, hvorki eftir miðjunni eða til hlið- anna, því sjálfan flórinn kalla ég ekki gang eða gangstétt. Bás- arnir stuttir, enginn stallur til að gefa í heyið, og alt eftir þessu. Verst af öllu er þó þegar þau leka eins og hrip, því það gerir ómögulegt að viðhalda þrifnaði og góðu lofti, Og eyðileggur heyið og háir kúnum. Það er því í raun- inni lítil furða, þó fólk sé hálf tregt til að vera í fjósi, og vilji koma sér hjá því. Það er eigi ávalt af því, að það þykist of gott til þess. (Frh.). Samtal. Frh. Pétur'. Eg get ekki séð neina tilfinnanlega vöntun á vinnufólki hjá bsendum og nóg fæst af kaupa- fólki til sumarvinnunnar. Eg pekki mörg heimili, sem fyrir io—20 árum voru á 3—4 vinnumenn, en sem nú eru einugis 1 eða 2 og eru búin þó jafnstór, ef ekki stærri, en þau áður voru. Vinnufólkseklan hefi kent bænd- um að komast af með færri ársvistar- hjú, en þeir áður gjörðu. Páll'. Ekki er annað sýnna, en að mikill skortur sé á gagnlegu vinnu- fólki allvíðast. Gétur verið að það sé satt, að áður hafi margur bóndi haft fleiri ársvistarhjú en þörf var á. En það mun naumast hafa kveðið mikið að því. Hið afar háa vinnu- hjúa kaup, sém nú er alment orðið, stafar mest megnis af vinnufólks fæð. Fólkið er nú líka oriö heimtufrekara, óstjórnlegra og afkastaminna, en áð- ur. Fólki þykir skömm að vinnahin grófari bústörf, og verða því oft hús

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.