Plógur - 20.03.1900, Blaðsíða 6

Plógur - 20.03.1900, Blaðsíða 6
sitt upprunalega eðli, af því, að vaxa um langan tíma, sem viltjurt. (Frh.). Athugascmd um kaffinautn. I II. árg „Plógs" 2. blaði er endir á grein um kaffidrykkju hér á landi frá merkum presti og er hún vel hugsuð, enda þó eg geri stutta athugasemd við hana, því mér skilst að presturinn tali um einsamalt kaffi, en ekki a'.lan þann þremil, sem hafður er saman við kaffið. Aðalefnið í kaffinu er „coffain" og er það tauga og hjarta styrkj- andi, einnig er það svefnbætandi, sé það brúkað í hófi einsamalt. Það er því ekki sjálfu kaffinu að kenna þótt það hafi heilsuspillandi áhrif, þegar það er drukkið í óhófi og blandað ýmsum óhollum efn- um, t. a. m. brent saman við það rúgi, byggi ertum o. s. frv. það mun nú algengast, að hafa með kaffinu hið alþekta ísafoldar ex- portskaffi, sem er mest megnis af brendum fífiarótum og svo ýms- um óþektum efnum til uppfyling- ar, líklega miður hollum. Þessi kaffidrýgir er óhollur, og ætti fólk að vara sig á honum Kaffið ætti að brúkast eitt útaf fyrir sig, enda þótt það verði þá þynnra, og getur það þá ekki verið heilsu- spillandi, sé það í hófi brúkað En þess má geta, að við ísl. munum varla fá ósvikið kaffi frá öðrum löndum. Það er búið áður að ná úr því mestu af „Coffain- inu", aðalefninu og selja það í lyfjabúðirnar, sem læknalyf. • Kaffið, eins og það er algeng- ast tilbúið hjá oss, er mjög svo óhollur drykkur. En það má ekki skella skuldinni uppá kaffið sjálft, heldur þau efni sem höfð eru sam- an við það til þess að gera það sem svartast og þykkast í boll- anum. Kqffi- en ekki kaffispillis- vinur. * * * Aths. Þessi grein, sem er frá læknisfróðum manni, sannar, ágæt- lega það, sem presturinn heldur fram, að kaffið sé óhollur drykk- ur. Það er kaffinu engin málsbót, þótt það hafi til góða eiginleika, ef það er ósvikið og óblandað óðrum efnum og svo brúkað í hófi. Við því er að gera sem er, sem sé, að kaffið er drýgt ávalt með rót, sumstaðar fl. efnum, að kaffið er ávalt meira eða minna svikið, og að síðustu brúkað í óhófi. — Það er því ljóst, að kaffinautn- in er meira eða minna heilsuspill- andi, eins og hún tíðkast hjá oss. Ritstj. Heygæði. Kins og kunnugt er, hafa engar efna- rannsóknir verið gerðar á íslenzkum fóðurgrösum, svo teljandí sé, einung- is lítið eitt frá búnaðarskólánum á Hólum. Bændur verða því að stafa

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.