Plógur - 05.05.1900, Blaðsíða 1

Plógur - 05.05.1900, Blaðsíða 1
p LANDBÚNABARBLAB „Bóndi er bústólpi.“ „Bú er land8Btólpi.“ II, árg. Reykjavík 5. maí 1900. M 4. Að rétta landbúnaðinn við. 11. Getur hinn svo nefndi „stóri banki" stuðlað að viðreisa land- bónaðarins, ef rétt er á haldið ? — Eg er í engum vafa að svara þess- ari spurningu játandi. Því. er hald ið fram af ýmsum, að óráðlegt sé fyrir bændur að taka mikil lán, því það komi ávalt að skuldadögunum. Þetta er satt; öll lán þarf að borga, og vexti af þeim að auk. En það er mest undir því komið, hvort affarasælt er að taka lán, til hvers lánsfénu er varið. Að halda því fram, að óhyggilegt sé fyrir bænd- ur að taka lán til eflingar búnaði er blátt áfram sama og segja, að ísland sé eitthvert óbyggilegasta °g vesalasta landið undir sólinni frá náttúrunnar hendi. Samskon- ar fjarstæða er það, sem sumir halda fram, að engin peningastofn- Un geti þrifist hjá oss á meðan framleiðslan í landinu ekki aukist °g að hætta sé því fyrir bændur að taka lán á meðan þannig sé astatt. Þetta kalla eg að hafa hausavíxl á hlutunum. Af hverju er það, að framleiðslan ekki eykst, nema af því, að peningana vant- ar í landinu til þess að láta þar vaxa tvö strá góð, sem nú vex eitt lítið og rýrt. Mín kenning er: peningarnir fyrst framleiðslan svo. — Hvað geta menn gert með tvær höndurtómar? Því erog haldið fram af mörgum, að hir. fyrirhugaða „veðdeild“ við landsbankann nægi landinu í 10 ár, eða lengur. Eg 'nygg að svo muni reynast, ef bún- aðurinn hjá oss verður látinn ganga á sömu tréfótum, sem hann nú er á. En eg hen þá von, að með sólaruppkomu 20. aldarinnar vökn- um vér við. og finnum hvar skór- inn kreppir, og að það verði morgunverk næstu aldar, að rétta við landbúnaðinn, byrja á undir- stöðunni til viðreisnar landsins. Helzta ráðið til þess, að stemma stigu fyrir Ameríkuferðum, er efl- ing landbúnaðarins. — En það dugar ekki að láta alt sitja eins og er, nema hvað öllu smá þok- ar áfram, eins og hefur verið, þeg- ar bezt lætur í ári. Það þarf að venda bráðanbug að viðreisn land- búnaðarins, áður en útlendir varg- ar hafa sópað aflandi burt, kjarn- anum úr bændastéttinni með fjöl- skyidum sínum. Hið allra minsta sem land-

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.