Plógur - 05.05.1900, Blaðsíða 2

Plógur - 05.05.1900, Blaðsíða 2
26 búnaðurinn þarf fyrstu 5árnæstk. aldar, ef vel á að fara, eru 2 miljónir króna. Þetta eru engin ósköp, þegar það á að skift- ast niður á marga. Það eru ein- ar 1000 krónur á hvern bónda, af 2000 bændum, sem eg geri ráð fyrir að gætu tekið slíkt lán, eftir tíund bænda á ísl. að dæma. Það er innanhandar fyrir lög- gjafarvaldið, að áskilja sér þau hlunnindi af hálfu stóra bankans, ef hann kemst á fót, að hann t. d. láni til landbúnaðarins um 2—4 miljón króna út á fasteignir og lausafé. Ut á fasteignar veð með „veðdeildar" kjörum, en út á lausa- fé yrði að sjálfsögðu einskonar reikningslán,sem síðar verður minst á. -— Bankinn mundi ganga að þessu. Hann þyrfti einungis að gefa ábyrgð fyrir 340,000 kr. ef löggjafarvaldið stækkaði veðdeild þá sem þegar er stofnuð með lög- um, um 2 miljónir króna. Þetta væri bæði stóra bankanum og lög- gjafarvaldinu meinfangalaust. En með slíku væn kominn á í land- inu óflug lánsstofnun, sem lánaði með góðum kjörum upp á 40 ár út á fasteignarveð. Þesskonar lán væru eitthvert mesta happ fyr- ir landbúnaðinn, sem verður síðar sýnt fram á. Ef landbúnaðurinn ekki þolir lántöku með veðdeildar- kj'órum, þá hygg eg að landið eigi enga framtíð og að vér ísl. vær- um þá eins vel komnir á Græn- landi eða hvar helzt sem er á hnettinum, eins og á ísl. Það er kunnugt, að í landinu eru nalega engir peningar, svo að ef etthvað verulegt á að gera, þá þarf að fá til þess útlent fé. Þeir peningar sem núverandi veðdeild fær, verða útlent fé. Stóri bankinn hefir að sjálfsögðu mest af fé sínu í öðrum lóndum, en hví skyldi hann ekki mega það, ef vér ísl. höfum það fé sem við meðþurfum og getum tekið til láns. Eg minnist hér á stóra bankann að eins frá sjónar- miði landbúnaðarins. Mér kemur annað beinlinis ekki við, né held- ur vil láta það koma mér við. Geti ekki löggjaf->rvaldið kom- ið á fót þannig lagaðri veðdeild, sem hér er minst á, með hjalp stóra bankans, get eg ekki séð að nokkurt vit sé í því, að landsjóð- ur selji bankanum seðlaútgafurétt sinn um 90 ár, þvf skeð getur að eftir t. d. 20—30 ár, eða jafnvel fyr, að vér gæturn á einhvern hátt fært oss í nyt þessi mikilvægu réttindi landsjóðs (seðlaútg.) þótt vér nú sem stendur sjáum þess engin ráð, frekar en þegar hefir verið gert. Hvernig er hægt að fá veð í landinu fyrir 2,000,000 krónumf Fasteignaveðin, sem íslenzkir jarðeigendur hafa í höndum þeg- ar eignir landsjóðs og kirkju eru frá dregnar, munu vera um 60,000 hundruð í jörðu. Mun megareikna það til peningaverðs 6 miljónir króna, því þótt jarðarhundraðið

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.