Plógur - 05.05.1900, Blaðsíða 4

Plógur - 05.05.1900, Blaðsíða 4
kúnum eða öllu heldur bursta þeim, með stífum bursta, helzt í bæði mál. Meðan mjaltir fara fram, þarf alt að vera rólegt í fjósinu, svo ryk og óhVeinindi ekki setjist í mjólkina. Mjalta- konurnar þurfa að vera hreinar um hönduinar, og gæta þess, að strjúka vel alt rusl og fis af júfr- inu og kviðnum áður en þær fara að mjólka. Þær mega ekki vera í mjög ó- hreinum fötum við mjaltir, og skifta oft um þau, helzt vikulega. Kastfötin ættu að hanga í hjalli millí mjalta, en aldrei í fjósinu. Yfir höfuð ætti aldrei neitt að vera í fjósinu, sem ekki á þar heima, hvorki þvottur eða annað, og sýzt af öilu það, sem gefur af sér ó- daun eða slæma lygt. Til þess að auka áhuga manna á góðri meðferð og hirðingu naut- penings, mundi eflaust gott, að verkleg kensia í þeirri grein væri aukiri, t. d. á búnaðarskólunum. En jafnframt því, svo nauðsynlegt að innræta almenningi velvild til skepnanna, og hverja þýðingu það hefir að fara vel með þær, að því er afurðir- og vellíðan þeirra snert- ir. Og um leið þarf að vekja hjá mönnum virðingu fyrir þeim verkum, er lúta að hirðingu bú- peningsins, og þá ekki síður fjósa- verkunum en öðru. í Noregi tíðkast það, að gerðar eru fjósskoðanir að vetr inum. Þær eru tíðast fram- kvæmdar af búfróðum mönnum, eða þeim, er bera gott skyn á þesskonar hluti. Gefa þeir síð- an skýrslu um þessar skoðanir og fær hver f jósamaður eða fjósakona einkunn fyrir fjósaverkin, umgengn- ina í fjósinu og hirðinguna á kún- um. Sumstaðar eru einnig veitt verdlaun fyrir vel unnin fjósaverk. Verðlaun fá þeir, sem eru í fjós- inu. Þau eru veitt í þrennu lagi, það er: fyrstu, önnur og þriðju verðlaun, og nema þau oftast 2— 6 krónur. Oftast eru verðlaunin einhverjir hlutir, t. d. silfurskeiðar o. s. frv. í Danmörk er nú farið að veita verðlaun fyrir að mjólka vel og laglega, samkvæmt nýjustu tízku. Það eru oftast unglingar, stúlkur og piltar frá fermingaraldri til tvítugs, sem taka þátt í sam- kepninni um verðlaunin. Þess hefur oft verið getið um gamlar og góðar búkonur, að þær hafi eftirlit með meðferð og hirð- ing á kúnum, og taki enda sjálfar þátt í henni. Ef mjólkin væri minni eitthvert málið en þær áttu von á, fóru þær sjálfar út í fjósið til þess að skygnast eptir í hverju það lagi. Oftast mun þeim tak- ast að finna orsökina, sem ýmist lá hjá þeim, er heyið skömtuðu, eða fjósamanninum og mjaltakon- unum. Þetta eptirlit af hálfu hús- mæðranna, hefur sérlega góð áhrif og stuðlar að því, að hirðingin á kúnum fer síður í ólestri. Væri gott, að hinar yngri konur tækju sér þetta til fyrirmyndar, og létu sér enga lægingu þykja að koma í fjósið og líta eptir, hvernig þar fer fram. Örnúlfur.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.