Plógur - 16.06.1900, Blaðsíða 1

Plógur - 16.06.1900, Blaðsíða 1
PLÓGUR LANDBÚNABARBLAÐ „Bóndí er bústðlpi." „Bú er landsstólpi.' II. árg. Reykjavík 16. júní iqoo. Æ 5. I>elr, sem enn eiga óborgaðan i. árg. „Plógs", eru vinsamlega beðnir að gjöra það hið fyrsta. Að rétta við Iandbúnaðinn. iii. Á því er enginn efi, að gras- ræktin er sú ábatamesta atvinna á landi voru; það sýnir bezt afkoma fjölda einyrkja-bænda, sem hafa mikla ómegð en sárlítinn bústofn. Og þó segja megi að líf margra þessara bænda sé oft lítilfjörlegt, þá vita það þó allir, að til þess að framfæra mörgum börnum til fæðis og klæðis þótt fátæklegt sé, þarf ekki neitt smáræði. — Það er því grasræktin sem vérþurfum að leggja sem mesta stund á. Hún þarf að breytast smátt og smátt þannig, að búfénaðurinn sé fóðr- aður á ræktuðu grasi, ekki á út- heyjum nema þar, sem flæðengja- hey er, sem er oft jafngildi beztu töðu. Það er ekki lítill vinnukraftur, sem sumir bændur þurfa til þess að slá þýfð tún og magrar engjar, oft langt frá bæjum. Þetta ætti með tímanum að breytast þannig, að menn slæju slétta töðuvelli handa kúm og sauðfé. Eg set hcr Iítið dæmi, sem sýnir hve mikill munur væri á að búa, ef menn einungis hefðuslétta töðu- velli til slægna. Bóndi nokkur hefur lokið við að slétta tún sitt (40 dagsláttur) einn góðan veðurdag. Þetta 40 dagsl. tún gefur af sér í meðal ári 720 hesta af töðu, 18 hesta af dagsl. Á þessari töðu má sjálf- sagt hafa 10 kýr, 150 fjár og 2 geldneyti. En til þess að heyja fyrir þessum búpening þarf bónd- inn auk sjálfs síns kaupamann í 4—5 vikur og einn kvennmann. Á sléttu slær meðal sláttumaður I dagsláttu, en í þýfi hálfa dagsl. og þaðan af minna. Hér er þvf auðsætt, að kostnaður við búið er ekki mikill í samanburði við það, sem nú á sér venjulega stað, þar sem viðlika bú eru og eg hefi hér bent á. En til þess að koma þess- ari breytingu á, sem þarf sem fyrst, verða bændur að hafa aðgang að góðum peningalánum, eins og áð- ur er tekið fram. Að taka lán til húsabyggingar er óráðlegt fyrir bændur, nema vel efnaðir séu. En til grasræktar eru peningalán hættu- laus hverjum bónda, einkum séu þau lánuð til langs tíma. Bóndi sem tekur 1000 kr. lán L

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.