Plógur - 16.06.1900, Blaðsíða 2

Plógur - 16.06.1900, Blaðsíða 2
34 til jarðabóta, túnbóta, fær í netto ágóða 2—300 kr. á ári af túnbót- inni. Eg geri ráð fyrir að slétta megi 1 dagsláttu á meðal túni fyrir 100 kr., 10 dagsl. fyrir 1000 kr., ef unnið er með plóg og herfi, því engin mynd er á öðru; geta 2—3 bændur, eða jafnvel fl. átt saman jarðyrkjuverkfæri og verð- ur sá kostnaður ekki tilfinnanlegur. Töðuauki af hverri dagsl. geri eg 7 hesta eða 70 hesta af iodagsl. Ef hver hestur er metinn á 5 kr. bá verður það 350 kr. Áður en þessar iodagsl. eru sléttaðar, ganga sjálfsagt 20 dagsverk einungis til sláttar en á eftir að eins 10 dv. Mismunur 10 dv. á 3 kr. hvert = 30 kr., sem bætist við 350 kr. = 380 kr. En ekki er hér það reiknað sem vallarvinna og rakstur gengur fljótar, né hve hægra er, að þurka heyið á sléttu en þýfi og má þó ávalt telja það mikils virði. Allur heyskaparkostnaður- inn liggur á þeirri töðu af þessum 10 dagsl., sem samsvarar því, sem áður fékst af þúfhareitunum, en ekki á töðuaukanum. Ef nú þetta 1000 kr. lán væri til 40 ára, eins og veðdeidin lánar, þá eru það hér um bil 70 kr., sem bóndinn þarf árl. að borga af því í afborgun og vexti. Eftirverður þá 310 kr. hreinn ágóði. — Eng- inn efi er á því, að kýrnar borga hvern töðuhest, sem þær fá, með 5 krónum. Það má hver sem vill færa þess- ar tölur niður, ef þær þykja of háar, en þó skulu þessar tölur geta sýnt, aðgrasræktin borgarsig, og að eng- in minsta hætta sé á því, að taka lán til að efla hana sem bezt. (Frh.) Sætheysgerð. Svo nefnist fremur nýþekt að- ferð á heyverkun, sem rutt hefir sér til rúms í Evrópu og sumstað- ar í Ameríku á seinni árum. Eg hefi skrifað ítarlega um þessa hey- verkun í fyrra í Þjóðólfi í 51. 52. °g 53- blaði. Mér fanst svo löng ritgerð betur eiga heima í stóru alm. fréttablaði en litlu blaði, sem einungis flytur stuttar hug- vekjur. Eg hefi því ekki ásett mér að skrifa svo um sætheysgerð þessa í Plóg, að eftir því sé fullkomlega farandi, heldur minna lesendur Piógs á þessa ritgerð, til þess þeir kynni sér hana í Þjóðólfi, ef þeir hugsa eitthvað um að reyna þessa heyverkun, þótt í smáum stíl væri í sumar. Aðalreglur á sætheysgerð eru þessar: Velja skal þurran sléttan völl undir heyið. Heyið má hafa hvort heldur vill kringlótt um sig eða af- langt. Þegar heygaltinn er hlað- inn upp, verður vel að gæta þess, að hafa hliðar galtans beinar og sléttar, hlaða þær lóðrétt upp. Hæð galtans ætti ekki að vera yfir 6—7álniráhæð nýuppborinn, en lægri má hann vera. Galtinn má

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.