Plógur - 16.06.1900, Side 3

Plógur - 16.06.1900, Side 3
35 vera svo stór um sig sem vill. Enda gengur þá minna frá eftir því sem yfirborð heysins er minna á móts við heymegnið, því æfin- lega verður dálítil skán á hliðum heysins ónýt, þar sem loftið kemst að heyinu að utan. En þessar skemdir eru litlar á við það, sem hey skemmast við þurkinn, jafn- vel þegar bezt lætur. Þegar búið er að hlaða heyið upp, er settur kragi úr 2. álna löng- um borðstubbum í kringum það að ofan og er hér um bil hálft borðið látið ná upp fyrir heyið en hitt liggur niður með því. —-Svo eru spentar 2 vírgjarðir ut- an um heyið sem heldur borðun- um föstum; borðstumpunum er troðið ofan á milli heysins og vírsins. I staðin fyrir vír tná og nota sterkt snæri. Heykollurinn er hafður ofurlít- ið bungumyndaður og þakinn síð- an með þurru torfi, svo er færður stigi að galtahliðinni og borinn upp á galtann þur mold, svo að sé alin á þykt yfir allan heykoll- inn, eins djúpt útá röndum heys- ins og í miðjunni, og hjálpar borð- kraginn til þess að halda mold- inni. Ef ekki er til mold þá má hafa grjót, en þá verður að hafa plægðan borðhlemm á öllu heyinu svo það ekki drepi og vikta grjót- ið sem á hverja ferh. al. er látið; það þurfa um 388^0 hverja ferh. alin. Þetta er seinlegt og miklu verra, nema í hlöðum sé, þá þarf ekki annað en að leggja lauslega fjala- spækjur undir grjótið. Nú kemur það oft fyrir, aðþetta moldarlag reynist of þungt eða of létt, sem stafar af mismun á heyteg- undumo.fi. og verður þá ýmistað létta á galtanum eðaþyngjaáhonum eftir þörfum. Þegar galtinn hefir staðið 1—2 daga þarf að gera holu í hlið hans og reka þar inn hitamælir til þess að inæla hitann Ef hitinn er 75—77 C° þá er alt með feldi. Sé hitinn nokkuð þar yfir verður að þyngja á galtan- um. En ef hitinn er minni, þá verður að létta á honum lítið eitt. Daglega, í nokkrar vikur, þarf að athuga hitann í galtanum og und- ir því er eiginlega öll heyverkun- in komin, að sá sem það gerir, sé náhvæmur, passasamur og áreið- anlegur við þetta verk. Þegar heyið er hlaðið upp, þarf þess vel að gæta, að troða það alt jafnt, greiða hverja fúlgu vel í §undur, svo heyið geti síið sem jafnast. Einkum ríður á að troða fast út til hliðanna. Heyið má taka hvort heldur er vott af lján- um eða grasþurt, eftir því sem ástendur og er það mikill kostur við þessa heyverkun. Ekki má standa lengur á því en tvo daga, frá því byrjað er á að hlaða galt- ann eða heyið, þangað til það er búið að ganga frá því eins og það á að vera. Eftir 7—8 vikur er hitinn á heyinu kominn niður í 30 C° og má þá fara, að gefa af því ef vill. Bezt væri að gera sæthey inní hlöðum, því hægra er að taka af

x

Plógur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.