Plógur - 16.06.1900, Blaðsíða 4

Plógur - 16.06.1900, Blaðsíða 4
36 jþví þar eftir hendinni að vetrinum, án mikillrar fyrirhafnar, heldur en ef heyið er úti á bersvæði, þar sem fennir í það. Um þetta er •náhvæmara skýrt í Þjóðólfi. Bændur ættu að reyna þessa heyverkun í sumaráio—20 hest- um af grasi. Eg er sannfærður um, að ef farið er nákvæmlega eftir því sem sagt er fyrir hér og í Þjóðólfi, þá mun það lánast vel. En það væri ómetanlegur hagur fyrir bændur, ef þeir kæmust upp á þessa heyverkun, þá mætti þeim á sama standa hvert ringdi um allan sláttinn eða alt af væri þurkur. Bændur erlendis, sem búnir eru að gera sæthey í mörg ár, gera það alveg eins í þurka- sumrum sem vætusumrum. Þeim þykirþað betra fóður en þurkað hey sömu tegundar. Skepnur éta það vel og smérið úr kúnum, sem fóðrað- ar eru á því, er rautt og bragð- gott, eins og bezta gróðrarsmér. Hvergi er meiri þörf á sætheys- gerð en á suðurlandi, þar sem sjaldan er hægt að þurka svo hey, að þau ekki velkist meira eða minna. Hér er verkefni fyrir bún- aðarskólana að gera tilraun. Ekki er það ókleyft fyrir þá, að reyna þessa heyverkun. Það er heldur ekki fyrir bændur. Of fáir plógar í landinu. (Eftir J. y. M. bónda í Ameríku). Kæru landar, það erjarðyrkjuverk- færið plógur, sem eg bið yður að at- huga með mér stundarkorn. Þetta er verkfæri, sem alt of lítið er af á íslandi, þetta er þó verkfæri, sem framleiðir meiri auð og meiri bjórg, en nokkurt annað verkfæri í heimin- um, þetta verkfæri kemur löndunum í hátt verð og mikið álit, þetta verk- færi fæðir og klæðirhundruð miljón- ir manna mannkynsins; plógurinn, margfaldar framJeiðslu á hverjum bletti, þar sem hann er brúkaður. Gras fyrir ótölulegan fjölda fénaðar framleiðir plógurinn. Margar tugir þúsunda ferh. mílur eru árlega rækt- aðar í heiminum með plógnum, og margar þúsundir miljóna kr. virði framleiðir hann árlega- Rúmsins vega er ekki hægt að sína það með tölum (og hef eg þær þó við hend- ina) hvað mikil uppskera hins ment- aða heims er, sem plógurinn vinnur að. — Það eru svo háar tölur, sumt af því, að maður ereiginlega jafnnær að vita hvað það er mikið í raun og veru. Miljónir, biljónir o. s. frv. er hægt að nefha og telja, en hve stór hrúa af korni t. d. i biljón pd. eru, getum vér ekki gert oss grein fyrir. Alt er þetta unnið með plógnum, en hvað er gert á okkar kæru fósturjörð ísl.? — Menn snúast þar víðast á sömu þúfnakollunum ár eítir ár með orfið sitt nú yfir 1000 ár, og margur sem hefði þó haft góð tök á því lætur sér ekki koma til hugar að kaupa plóg. Þetta má ekki svo til ganga, því það er viðurkent af þeim er vit hafa á, að jarðyrkja borgi sig á íslandi, og verulegar framkvæmdir í jarðyrkju geta ekki átt sér stað, nema hafa plóg. Það er víða eins- góður jarðvegur á íslandi og í öðr- um löndum, þar sem sað er i korn-

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.