Plógur - 16.06.1900, Side 6

Plógur - 16.06.1900, Side 6
3« live mikið hagræði þetta er fyrir landbúnaðinn. Því þótt búast megi ávalt við, að fjársalan verði einstöku bændum til ills eins, eins og áður, ef ofmikið er gert að sölunni, þá gætir þesslítið í sam- anburði við þann hag, sem fjöld- ir.n hlýtur að hafa af henni, ei skynsamlega er að farið. Hrossasala- byrjar næsta ár eft- ir því sem þessir ensku fjárkaupm. segja, sem eru nú hingað komnir. Ásgeir kaupm. Sigurðsson í Rvík. á mestan þátt í að hafa komið þessari fjársölu á og mega lands- menn vera honum þakklátir fyrir það. Ekki kaupa þessir ensku menn annað en sauði. Verður því sjálf- sagt margur, sem ekki hefir sauði til í haust, því sjálfsagt hafa menn fækkað þeim, síðan fjársölu bann- ið hófst. En líkindi eru á því, að hærra verð fáist fyrir fé í kaup- stöðunum í haust, en hefir verið, ef flestir bændur selja þa sauði til Englands, sem þeir geta mist. Það er nnnars leiðinlegt, að nærliggjandi sýslur við Reykjavík geta ekki haft þau samtök sín á milli, að hafa markað á fé heima hjá sér, í stað þess að flytja sjálf- ir féð til Rvík. og verða svo þar að sæta oft neyðar-kjörum á fjár- sölu. Það er þýðingariaust fyrir eina sýslu að samþykkja slíkt; þær þurfa að vera aliar um það, sem fé selja hingað suður. Samtal. (Frh.). Páll'- Heill og sæll Péturminn! Hérna á dögunum vorum við að tala um heimilisstjórnina o. s. frv. Þá Iof- aðir þú að koma með spánýja tillögu, er heimilistj. gæti verið til heilla. Pétur'. Satt er það kunningi. En þar hefi ég lofað því, sem eg er ekki fær um að efna. En mér dettur nú alt í einu.1 eitt í hug. —Viltu heyra það! (Páll) „Láttu þaðkoma". Hverniglýst þér á aðþjóð- in fái ný lög einn góðan veðurdag, sem fyrirskipi bændum og búa-lýð að gefa hjúum sínum vitnisburði fyrir hegðun þeirra og dugnað, þegar þau fara úr vistinni. I hverjum hreppi ætti að- vera skrifað í sérstaka bók vitnisburðir hjúa ; það ætti sóknarnefndin að gera á hverju vori. Bændur afhentu presti eða sóknarnefnd afskrift af vitnisburð- unurn. Flest hjú mundu kosta kapps um að fá góðan vitnisburð; fá hjú mundu vilja fá þann vitnisburð, að þau væru löt, svörul og óhlýðin o. s. frv.,. því slíkir vitnisburðir hefðu allmikla þýðingu fyrir framtíð hvers einstaklings- Páll'. Þetta hefir nú sína kosti og 6- kosti. Eg hygg, að slíkir vitnisburðir fældi margan frá að fara í vist, vildi ekki eiga undir því að fá máské miður góðan vitnisburð. — Fólkinu þætti þetta ófrelsi, þvingun o. s. frv. Svo mundi verða farið í kringum þessi lög1, hjúin falsa vitnisburði og hlaupa svo með þá í önnur hérnð, svo myndu sum hjú kaupa húsbændur sína til þess að gefa sér betri vitnisburð en þau vissu sig eiga. En eg sé ekki betur en að þetta sé rétt hugsun hjá þér, og svona gæti það verið og ætti helzt svo að vera. Þetta er líka alsiða í öðrum löndum að húsbændur gefi hjúum sínum vitnis- burði og ráði ekki til sín önnur hjú en þau, sem hafa góð meðmæli þaðan sem þau hafa verið. Pétui: Ekki get eg verið þér sam- dóma í þessu. Þú ert vanur að hræra í mér, en nú skaltu ekki geta það, því eg hefi hér betri málstað en þú. Eg ætlast til þess, að þjónandi fólki öllu í landinu, til sjós og sveita, séu

x

Plógur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.