Plógur - 16.06.1900, Blaðsíða 7

Plógur - 16.06.1900, Blaðsíða 7
 39 gefnir þessir vitnisburðir, hvort heldur það er ! mánaðarvistum eða ársvistum. Með því Iagí kæmist enginn undan þessum vitnisburðum, væri þá enginn hagur í þessu tilliti fyrir fólk að vera sjálfs síns, því það yrði eigi að síður að ráða sig hjá búandi tnönnum í vinnu um lengri eða skemmri tíma. Sekt ætti að liggja við því, ef þessum lögum væri 'ekki fylgt, og fölsun á vitnisburðum hlyti að komast upp þegar viðkom- -endur' reyndust gagnstætt vitnisburðin- wn, og hans væri að leita ! hreppsbók þess hrepps, sem hjúið hafði síðast dval- ið í. Yms ákvæði í svona lögum yrðu -að sjálfsögðu sett þeim til tryggingar, sem eg nenni ekki að vera að stynga upp á hér. Pdll: Öll lög eru meira eða minna fótum troðin, sem fjöldanum þykir að einhverju leyti skerða frelsi sitt. Betra og affarasælla að byrja á undirstöðunni, byrja á því, að innra^ta æskulýðnum hlýðni við yfirboðara sína. Uppeldi barna er víða hér á landi eins og það á ekki að vera. Börnin alast upp í stjórnleysi, læra aldrei að hlýða á unga -aldri, kunna svo ekki að hlýða eða stjórna þegar á fullorðinsárin kemur. — „Sýndu hinum unga pann veg, sem íiann 4 ad ganga til dygða og ráðvendni, og J>egar hann eldist mun hann ekki af honum víkja". Unglingarnir þurfa að hafa strangan aga, en þó þýtt viðmót, annars verða þau óstjórnleg ómenni. Fyrirspurnir. i. I einu fréttabiaði í vetur voru þau Ummæli eptir gamlan búhöld, (prest) að ¦efnamenn ættu alls ekki að verja fé ¦sínu í landbúnað, því það borgaði sig ekki. — Með öðrum orðum: presturinn ¦álítur búskapinn ómögulegan undir öll um kringumstseðum. — Hvaða álit haf- ið þér hr. ritstj. Plógs um þessi nefndu ummæli prestsins. (£. £.). Svar: Þrátt fyrir alt búskaparbasl- ið hér á landi, alla erfiðleika og alla fá- tækt margra búandi manna á landinu, álít eg að landbúnaðurinn sé farsælasti og arðvænlegasti atvinnuvegur lands- manna. Það er ekki landinu sjálfu að kenna, þótt margt gangi á „tréfótunum". Hafa stórefnamenn reynt hvað landbún- aðurinn hefir til, ef rétt er á haldið? Stórbændurnir, sem hafa orðið ríkir af búskapnum, hafa lagt flestir efni sín í jarðakaup, eða lagt fé sitt f sjóði, þeg- ar þeir hafa verið búnir að fá nóga á- höfn á bújörð sína. — Ef þeir hefðu lagt það fé tii þess að stækka og rækta fullkomlega tún sitt, sem þeir árl. hafa lagt upp, mundi það hafa sýnt sig hvað jörðin hefir til. Þá hefðu menn fyrst veitt því eftirtekt. Páll nokkurá núna 10,000 kr. í spari- sjóði landsbankans. Ef hann nú vill, getur hann fengið sér hér á suðurlandi 20 dagsláttu blett ! þurru valUendi eða góðri mýrarjörð hjá einhverjum bónda fyrir Iitia þóknun. Að gera bleltinn að góðu túni kostar hann varla meira en 5200 kr., þótt hann þurfi að kaupa á- burð. Hlöðu og fjós fyrir iokýrbygg- ir hann fyrir 1000 kr., (vel í lagt) bæ fyrir 2000 kr. og búsáhöld fyrir 500 kr. lokýrkosta 1000 kr. og landið 300 kr.; líklega fengist slíkur blettur fyrir 100 kr. í hæsta lagi. — Þetta er þá til sam- ans 10,000 kr. Á þessum 20 dagsl. má nafa 10 kýr og verður arður af þeim ! allra minsta lagi 2000 kr. á ári. — Árl. kostnaður við btískapinn er æði lítill; 20 dagsverk að slá túnið. Bónd- inn sjálfur með vinnukonu getur hirt túnið og kýrnar. Hvað haldið þið að þessar 10,000 kr. gefi í ársvexti? Hald- ið þið að landsbankinn gefi líka vexti og þetta tún? Ef Páll fengi sér nú góða jörð til ábúðar, muncfi hann geta sett

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.