Plógur - 16.06.1900, Blaðsíða 8

Plógur - 16.06.1900, Blaðsíða 8
4° upp laglegt bú, sem gæfi enn þá meiri tekjur. 2. Eg hefi heyrt getið um tún, sem hefir, sprottið svo vel. að 25—30 hestar fengust af dagsláttunni. Ekki fæ eg af ræktuðum sléttum á túninu mínu nema 15—16 hesta. Hvernið á eg að fara með sléttnrnar, svo eg fái meira gras af þeim? (J. £.). Svar: Þeir eru fáir, sem hafa rækt- að svo tún sín að ekki hafi verið hægt að segja, að þau hefði mátt rækta enn þá betur. Geir Zoéga kaupm. í Reykja- vík fékk af túni sínu, nýræktuðu, fyrir 20—30 árum 30 hesta af töðu af dagsl., kaupm. Þ. Eigilssen í Hafharfirði hefir fengið 25 hesta af dagsl.. . Gunnl. sál Briem verzl.stj. í Hafnarf. fekk sumar- ið 1894 af roo ferh.faðma bletti 7 hesta af töðu. Þaðersama og hann hefði fengið 63 hesta af dagsláttunni. Þetta héfi eg sjálfur séð. Eg hefði naumast trúað því, ef eg hefði ekki séð það. Séra Björn Halldórsson segir í Atla bls. 58: „Það er gamalt búmannalag hér á landi, að hálfur annar eyrisvöliur (1V2 dagslátta) gefi af sér kýrfóður, er hann þá vel ræktaður, og þó ekki í bezta lagi". Séra Bjöm var svo merkur og áreiðanlegur maður, að hann hefir ekki tekið þetta úr lausu lofti. Enda sýnir það káafjöld- inn í landinu á fyrri öldum, að tún hafa þá verið ! betri rækt alment, en þau nú eru, þrátt fyrir alla nú tímans jarðyrkju. —, Túnin hafa þá verið bet- ur tödd. Spyrjandinn ætti að reyna að verja sléttur sínar hesta ágangi, dreifa um þærnægum áburði um-ogeftir réttir, bera svo fijótandi áburð á þær að vorinu. Eg hygg að fiestar sléttur gætu gefið -if sér alt að 30 hesta af dagsl., ef þ. Iiefði nógan og góðan áburð. Hitt og þetta, Kálgarðar á öllú landinu voru árið 1876 272 dagsláttur, en 1896 voru það 692 dag- sláttur. Öll túná landinu 1896 eru talin 46,499 dagsláttur. Arið iSgó ertalið að hafi heyjast á öllu landinu 499 þúsund hestar af töðui ogafútheyi 1 miljónog92 þúsundir hesta. Sama ár fengust úr görðum 13 þúsund tn. af kartöflum og 10 þúsund tn. af rófum. Arið iSgó var flutt út frá fsl. 1,740,. 000 pd. af ull, 42,000 í? af söltuðum sauðskinnum, 60,400 sauðkindur á fæti til Englandsá 811,000 krónur og 2,927 hross fyrir 142,000 krónur. Á meðan bóndinn getur sagt við hjá sín : komið með mér, gengur búskapurinn oftast vel. En þegar bóndinn verður að* segja hjúum sínum að fara os; gjöta petta eða /litt, þá er mál komið fynr hann að hætta búskap. Tapaðan auð má vinna sér inn aftur með starfsemi og sparnaði, tapaðan fróðleik með námi, tapaða heilsu með .reglúsemi og meðulum, en tíminn, sem vér eyðum, kemur aldrei aftur. (William Mathews.). ^_______ Ef þú ætlar þér að gjöra eithvað til_ nytsemdar, þá skaltu ekki bíða eftir einhverjum óvanalegum atvikum, held- ur nota þau algengu. Það er betra að ganga fót fyrir fót, en að hlaupa sprett við og við (Goethe). Afgreiðsla „Plógs" er í „bar- ónshúsinu" inzta húsi við Laugaveg. Höfundar að 2 ritgjörðum, sem Plóg hafa verið sendar um kaffinautn, eru hérmeð látnir vita, að „Plógur" getur ekki tekið meira um það efni í þessum árgangi en komið er. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Sig. Þórólfsson. Prentaður í Glasgow-prentsmiðjunni.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.