Plógur - 08.08.1900, Page 1

Plógur - 08.08.1900, Page 1
* LANDBUNABARBLAB „Bóndi er bÚ8tólpi.u „Bú er lands8tólpi.u II. árg. Reykjavík 8. ágúst 1900. X 6. Þingið. Ó, nú held eg fyrst verði valið á þing, það er verið að smala alt landið um kring fdstur lands heill til að hefja. Og krossfiskur má þar ei koma á skrá.— En hvað þekkist úlfurinn sauðinum frá, ef lambsgæru lætur sig vefja. Ó þingið á Lögbergi og þingið í Vík, þau verða aldrei í sögunr.i lík, því ójafnir eiga þar sæti. Þar lög gáfu út dulspakar hetjur ( hring. En hvað margir náungar sitja nú þing, sem hugsa um upphef ð og æti ? Að rétta við landbúnaðinn. VI. (Frh.) í þessari ritgerð hefir hlutafélagsbankinn verið skoðaður frá sjónarmiði landbúnaðarins, og niðurstaðan orðið sú, að hann yrði landbúnaðinum til heilla, ef hann lánar bændum peninga með veð- deildarkjörum, og bændur jafnframt færa sér þau lán í nyt. Ef sú reyndin yrði, að bændur hagnýttu sér ekki slík lán til eflingar bún- aði, á Hkan hátt er „Plógur" hef- ur haldið fram, er efamál hvort landbúnaðurinn á nokkra framtíð á meðan bændur eru ekki því vaxn- ir að færa sér lán í nyt, sem lán- uð eru með góðum borgunarskil- málum, eins og gjört er ráð fyrir. En mín sannfæring er, að það muni fremur standa á því, að fá þessi umræddu kjör af hálfu hlutafélags- bankans, en að bændur vanti vit og atorku til þess að hafa þeirra góð not. Eg hef tekið það skýrt fram, að löggjafarvaldið þurfi að hugsa sig vel um, áður en það selur seðlaút- gáfurétt landsins um langan aldur, ef landbúnaðurinn nýtur ekki líkra hlunninda, sem áður er tekið fram. Það er landbúnaðurinn sem um- fram alt þarf að bera fyrir brjóst- inu. Allar verulegar framfarir þjóð- arinnar og jafnvel tilvera hennar stendur og fellur með þessum eina atvinnuvegi, svo þýðingarmikill er hann fyrir oss, sem allar aðr- armentaþjóðir. Því skal ekki neita, að flest eða alt, sem gert er til efl- ingar annara atvinnuvega, styður landbúnaðinn óbeinlínis meira eða minna. Pm á þessum hðSttulflgU tímum má ekki láta sér annað lynda, en það sem beinlínis styður landbúnaðinn og það til muna. Það dugar ekkert kák, eða nein smá skref, það þarf að stiga stórt spor nú á fyrstu árum komandi aldar, ella getur alt orðið um sein- /

x

Plógur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.