Plógur - 08.08.1900, Blaðsíða 3

Plógur - 08.08.1900, Blaðsíða 3
43 með samheldni, og góðri samvinnu við stjórnina. Nú er svo mikill stjórnarskrár- hiti í mönnum, að engar 1 íkur eru til þess, að það mál fái enda. En einmitt nú, liggur þjóðinni lífið á því, að þingið verji vel tímanum til rækilegrar umhugsunar um at- vinnumálin, sérstaklega landbúnað- inn og þau mál er beinlínis snerta hann. Eg segi því, að fyrst um sinn færi bezt á að fá stjórnar- þreýshvíld. — Það er sú bezta stjórnarbót sem landið getur fengið eins og nú stendur. Það væri ekki hyggileg búskap- araðferð ef bóndi, sem sér að hann er í hættu staddur með bú sitt, legði sig í endalaust þref við landsdrottinn sinn til þess að fá slakað til með ábúðarskilmála, eyddi til þess bezta tíma ársins ár eftir ár, enda þótt hann sæi, að það væri mikil búhlunnindi að fá betri skilmála, þegar það leiddi til þess, að hann sjálfur hætti að hugsa um búið ogkæmistsvo ekki til að skipa fyrir verkum og jörð- in og búið gengi svo af sér. Það væri hyggilegra fyrir hann að bíða í nokkur ár, þangað til hann hefði rétt við búið og sjá þá, hvort ekki betur tækist með samninga. Líkt þessu er varið með lands- búið. Alþing vort má skoða sem húsbóndann á landsbúsheimilinu; aðrir meðlimir þjóðarinnar eru hjúin. Nú er landsbúið í mestu niðurníðslu og basli. Húsbóndinn kemst ekki til þess, að hugsa ræki- - lega um hag búsins og leggja á ráðin fyrir hjúin svo jörðin kom- ist í rækt og búið í góð efni. Hús- bóndinn er aldrei samþykkur sjálf- um sér, á í sífeldum deilum við þann, sem að nokkru leyti á búið og stendur svo vel að vígi að hann hefir töglin og hagldirnar yfir landsbúinu og skilur ekki að þörf sé á að slaka til um einn þumlung. Honum sýnist Hka að húsbóndinn (alþing) sé ónýtur bú- maður, og ósamkvæmur í kröfum sínum og hagnýti sér ekki þau rétt- indi, sem hann þegar hefir fengið. (Frh.). NiðingsverkT MOttO. í>að er sorglegt en sannleikur þó, að sjálfstæðiskúgarar þjóðina reita. Með svíðinga.einkenni og ágirndarkló. öllum velferðarmálum þeir neita. Með útdauða samvizku og hjarta af stein. Auðvaldsíns afli þcir beita. Núna með byrjun „hundadag- anna" þóknaðist þeim Englending- unum Parker & Fraser að boða okkur þau tíðindi, að þeir væru hættir við fjárkaup hér í haust eins;, og til stóð, og menn vonuðust eftir, að yrði landbúnaðinum til mikillar hjálpar. Þetta svívirði- lega gabb, sem þessir herrar hafa sýnt oss, er ekki hið fyrsta, og líklega ekki hið seinasta skammar- og skaðræðisbragðið, sem vor fá- tæka og varnarlausa þjóð fær frá Englandi. En hvaðan eraldanrunnin? Það getur víst engum blandast hugur um, sem hefir opin augu fyrir

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.