Plógur - 08.08.1900, Blaðsíða 4

Plógur - 08.08.1900, Blaðsíða 4
44 starfsemi Zöllners og Vídalíns und- anfarin ár í þjóðfélagi voru.— Hvað eru landráðamenn, ef það eru ekki þeir menn, sem kæfa strax í fæð- ingunni hverja bjargræðislindina á fætur annari, sem þjóðin eða ein- stakir menn hennar hafa náð í? — Fyr má rota en dauðrota. Fyr má nú vera grœðgin í peninga, en að stöðvaður sé fjármarkaður þjóðarinnar, sem er hennar aðal- lífsskilyrði, til þess að hremma sem mest í sína óseðjandi peningahít. — En ekki ber alt upp á sama daginn, landar góðir! — „Ekki skal gráta Björn bónda heldur hefna“, sagði Ólöf forðum. Hlúum ekki að neinu því illgrasi, sem sprettur í akri þjóðlífsins og kæfir nýgræð- inginn, heldur skulum vér uppræta slíkar ójurtir og sparka þeim frá oss; það er eina ráðið, og eina vonin til þess að landbúnaðinum þoki áfram, en ekki aptur á bak. Vér íslendingar erum af því bergi brotn- ir, að meiri en lítil smán og lítil- menska væri það af oss, ef vér lengur létum útlenda og innlenda auðkýfinga sjúga úr okkur merg og blóð og leggja á oss þrælahöft. Dæmi Búa ætti að sýna oss, hvað ein samtaka þjóð fær miklu til vegar komið. Og þótt vér ekki getum varist með byssum, þá höf- nm vér þó önnur vopn, sem eru miklu notadrýgri. Að vfsu er ekki að búast við miklu aí limum þjóð- líkamans f þessa átt, á meðan höfuð- ið er sjúkt, á meðan að sumir af æðstu embættismönnum vorum eru svo blygðunarlausir að hjálpa auð- valdinu til þess að féfletta oss, með því að tilbiðja og dýrka það. Þetta nýja „hundadagaveldi", sem oss er nú óbeinlínis boðað, ætti að verða skammlíft eins og það gamla. Skrifað á hundadögunum 1900. Akupyrkja. (Frh.) Það hefur áður veriðtek- ið fram, að akuryrkja á íslandi hafi liðið undir lok með byrjun 15. aldar. Og það hefir verið sýnt með mörgum dærnum úr sög- um vorum og fornbréfum að all- mikil akuryrkja hefir verið í land- inu fram á 12. öld. En þá, þeg- ar Sturlunga-ófriðurinn liggur sem farg á þjóðinni, dofnár áhuginn á akuryrkju og allri jarðrækt yfir höfuð. Þá hætta ungir efnilegir menn að leita sér menningar og ýmsrar verklegrar þekkingar í öðr- um löndum. Sáttmáli Hákonar gamla hefir og leitt afturför í jarð- yrkjunni. En lil fulls hefir hún ekki lagst niður fyr en svartidauði gekk í byrjun 15. aldar. Þá dóu 2/3 af landsmönnum og deyfð og örbyrgð drotnaði hvívetna af afleið- ingum fólksfækkunarinnar og stöð- ugra óáran í landinu. Þeir, sem fæddust eftir pestina, þektu ekkert til kornyrkju. — Með svartadauða mun fleira hafa liðið undir lok, eða að minsta kosti dofnað, en korn- yrkjan. Um þessar mundir voru

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.