Plógur - 06.10.1900, Blaðsíða 1
PLÓGUR
IAJÍDBÚÍÍABAR15LAB
„Bóndi er bastólpi." „Bú er landsstólpi."
II. árg.
Reykjavík 6. október igoo.
Æ 7.
Gjalddagi „Plógs" er 31.
október. Kaupendur blaðsins eru
beðnir að hafa það hugfast.
Að rétta við landbúnaðinn,
v.
Mikill misskilningur er það,
sem ýmsir halda fram, að löggjaf-
arvaldið geti ekki lagt tiltölulega
mestan skerf til viðreisnar landbún-
aðarins. Það gerir það auðvitað
niest óbeinlínis með hagfeldum
lögum fyiir landsmenn og fárveit-
ingu til ýmsra búnaðarframfara
o. s. frv. Hverjum öðrum en lög-
gjafarvaldinu má þakka Iífið í
búnaðarskólunum, sem óbeinlínis
leiða búnaðinn áfram, hvað svo
sem ósanngjarnir menn um bún-
aðarskólana, segja.
I öðrum löndum er það löggjaf-
arvaldið, sem gengst fyrir öllum
nieiriháttar búnaðarfyrirtækjum, og
framkvæmdum. og útvegar hæta
ttienn til nýrra rannsókna í ótal
greinum, er að búnaði lúta, veit-
'r stórfé til konsúlenta, sem
engin önnur störf hafa á hendi
en að ferðast um og fræða bú-
nienn og leiðbeina þeim í öllu
mögulegu, og enn fremur eru fengn-
•r menn, sem eru stöðugt á vað-
bergi til að útvega markaO og
grenzlast eftir, hvar hann er beztur
fyrir hverja afurðartegund búnað-
arins. Eins getur löggjafarþing
íslendinga gjört að meira eða
minna leyti, þótt auð\/itað alt hljóti
hjá oss að vera í sniærri stýl. —
Og löggjafarþing vort hefir sann-
arlega gert mikið og margt fyrir
búnað vorn, þótt svo sýndist, sem
það hefði átt að gera meira, og
máské ýmislegt öðruvísi en það
hefur gjört.
Eg játa það, að aðalstoð land-
búnaðarins séu bændurnir sjálfir.
En meginþorri bænda, stendur tiú
ráðalaus, vita ekki hvað þeir eiga
að gera til þess að tekjur búsins
svari gjöldum þess, og það er
mjög náttúrlegt. Nú er orðin svo
mikil breyting hér á landi frá því
sem var fyrir 5—10 árum að sama
búskaparlagið dugar nú ekki og
menn hafa hér vanist. Fólkshaldið
afardýrt, álögurá búskapnum miklu
meiri, og það í peningum. Eyðsl-
an stórum meiri í öllu, en á hinn
bóginn erfiðara að koma búsafurðum
í nokkurt verð, sýst í peninga. Eru
það nú ekki ósanngjarnar kröfur
til bænda, að þeir lagi þetta, án
hjálpar löggj afarvaldsins? Eru nokkr-
ar líkur til þess, að bændur sjálf-