Plógur - 06.10.1900, Blaðsíða 2

Plógur - 06.10.1900, Blaðsíða 2
5° ir geti útvegað sér markað fyrir búsafurði án hjálpar, eða gjört fólkshaidið ódýrara? Eg segi nei. En hvernig getur þá löggjafarvald- ið bætt úr þessu, munu menn spyrja. Því íná eflaust svara áýmsa vegu. Eg ætla að leyfa mér að benda. á nokkur atriði, sem mér hefur í hug komið að löggjafarvaldið geri. Fyrst að útvega markað fyrir búsafnrði, tolla smérlíki, breyta fátœkral'Qggfófinni, semja ný land- búnaðarlög, breyta vinnuhjúalög- unmn. ný ákvœði um verðlauna- hcitingu, tolla álnav'óru, bœta pen- ingaástandið í la?idinu (ekki þó samkvæmt frumvarpi hlutafélags- bankans), breyta búnaðarkenslunm draga úr samkepninni milli land- búnaðarins og sjávarútvegsins. Um þessi atriði o. fh ræðir Plógur í þessari ritgerð, sem lík- Jega verður ekki lokið í þessum árgangi. Að útvega marleað erlendis fyr- ir búsafurðir, er eitt af því nauð- synlegasta fyrir búnaðinn. Enjafn tranrt því, þarf að kenna þeim bændum, sem ekki kunna það, að vanda svo vöru sína, að hún gangi nt fyrir viðunanlegt verð, t. a. m. smjör og ull. Eg hefi hugsað mér, að 2 hæf- ir menu séu launaðir af landsjóði í markaðsleit erlendis, sem ekki mættu hafa önnur störf á hendi né hafa nokkurn útveg hvorki fyr- ir sig eða aðra. Þessir menn kynna sérfjársölu á Englandi, Frakklandi og víðar, gefa svo landshöfðingja nálcvæma skýrslu um störf sín með hverri póstferð frá útlöndum. Þess- ir menn benda á, hvernig og hvar sé markaður, og útvega útl. fjár- kaupmenn hingað. Sama er að segja um markað fyrir smjör og ull. Þeir sæju um hann. Mikil líldndi eru til þess, að enginn vandi sé að selja ísl. smjör á Englandi, ef það er vandað. En smjörgjörðin í landinu þarf að taka æskilegum breytingum, og vísir til þcss er þegar fengin þar sem mjólkurkensla á Hvanneyri er stofnuð. Mjólkurbúum þarf að koma upp, með styrk af opinberu íé, til að byrja með. Bændum verður að skiljast það, að kúarækt- in er heppilegri en sauðtjárræhtin, þar sem sauðlönd eru rýr, eins og víða erá suðurlandi, og einkum á meðan að fé er í lágu verði. Löggjafarvaldið má ekki horfa í að launa þessa 2 konsúlenta sómasamlega. Það yrði að likind- um þörfustu launamenn landsins, Slílc embætti yrðu auðvitað engin líftíðarembætti og allra síst eftir- launaembætti. En það sem erfið- iast verður, er að finna hæfa menn til þessa starfa, þótt úr 76 þús, sé að velja, Það ma ekki koma með þá mót- báru, að þetta sé þýðingarlaust, óframkvæmanlegt o. s. frv. vegna þess að tilraunir þær sem hingað til hafa verið gerðar í þessa átt, hafa ekki hepnast. „Orðið ómögu- legur, er ekki til í minni orðabók"

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.