Plógur - 06.10.1900, Blaðsíða 3

Plógur - 06.10.1900, Blaðsíða 3
5i sagði Napóleon mikli. Fátt er ó- mögulegt ef viljinn og dugnaður- inn er í verki. Landbúnaðinum er það lífsspursmál að fá markað og að því verður að vinna, án þess að leggja árar í bát við fyrstu erfiðleika, eða þótt það mishepn- ist fyrst. Að tolla innflutt smjörlíki er óefað mikil bót fyrir landbúnað- inn, þar sem smér er nú ein helzta verzlunarvara bænda. En með smjörlíkistollinum eru fátækir þurrabúðarmenn við sjávar- síðuna og í kaupstöðunum neydd- ir til þess að kaupa dýrara smjör. Sömuleiðis geta ekki þilskipaút- gerðarmenn fengir eins ýdýrt við- bit handa hásetum síiium eiris og áður og loks geta ekki smjörlíkis- kaupmennirnir lengur grætt til muna á smjörlíkisverzlun sinni. Þetta er nú aðalástæðan sem efri deild alþingis vors hefir á móti smérlíkistollinum. — En hversu niikils virðí eru þessar ástæður? Einstaklingurinn a að líða fyrir heildina; það er náttúrulögmál og það er lögmál sem ættjarðarástin byggist á. Nú eru þeir tiltölulega fáir, sem neyta margarinis, fyrir utan þilskipamenn, á móts við alla hina, sem lifa af landbúnaði. Eg sé því enga ástæðu til að^taka mikið tillit til kaupstaðarbúanna og þil skipaeigenda, því þess ódýrara sem er að lifa í kaupstöðunum, þess meira streymir af fólki frá orfinu og hrífunni til kaupstaðanna, en það er þjóðarinnar mesta mein, úr því að landbúnaðurinn er aðal- atvinnuvegur landsins og kaupstað- arbúarnir lifa óbeinlínis á honum. Skyldi ekki þurrabúðarlýðurinn verða þunnur á kjálkann ef land- búnaðaróvinum tækist að eyðileggja landbúnaðinn að mestu? Það yrðu ekki bændurnir einir sem liðu; það yrði íslenzka þjóðin öll. Til- vera þjóðarinnar, sem þjóðar, með sérsöku þjóðet ni og mentun stend- ur og fellur með landbúnaðinum og þar af leiðir, að aðrir atvinnu- vegir verða að víkja fyrir fram- förum hans, en hann ekki fyrir framþróun annara, eins og sumir vilja, og óbeinlínis er verið að vinr.a að, með eflingu sjávarútvegs- ins í þeirri stefnu sem nú er, sem síðar verður sýnt fram á. Tóm vitleysa er það, að smér- líkistollurinn hafi þau áhrif, að bændur verki síður smér sitt, þegar þeir geti betur komið því út, þegar enginn sé ti! að keppa við þá. Smérverkuninni er altaf að fara fram, og nú eru einstakir menn farnir að keppa við útlent smér óg þeim mun fjölga árlega. Eftir því sem smérið gengur bet- ur út og er betur borgað, eftir því leggja bændur sig meira eftir smér- gerð og eftir því eykst framleiðsla þess í landinu. Slíkt er reynsla Dana og Norðmanna og sjálfsagt fl. þjóða. Er nokkur hvöt fyrir bændur að verka vel smér á með- an það er ekki gefið fyrir það meira en 50—60 aurar, og oft

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.