Plógur - 06.10.1900, Blaðsíða 4

Plógur - 06.10.1900, Blaðsíða 4
S2 borgað með uppskrúfuðum vörum, og þess utan verða bændur oft að ganga með smérið búð úr búð til þess að koma því út, því al- staðar er fult af smérlíki með lágu verði og fyrir því gengst íólk, sem ekki kann að meta mismun á mat og hálfgerðum óþverra. Með smér- líkistollinum hækkar ísl. smér í verði og meiri eftirsókn verður eftir því, þá fá bændur hvót til að vandasmér sitt og minka smérát áheimilum sínum með því að brúka tneira, af tólg, sem er gott viöbit ef hún er mjuk, og aðlerðin til þess er skýrt frá í Plóg í fyrri árg. Að 'ekki sé nóg smértil í sjálfu landinu er tómt bull. Það mundi strax sýna sig, þegar bændum gengi betur að selja smérið hvort ekki kæmi meira af þeirri vöru í kaupstaðina en hingað til iiefur verið. Ef á landinu eru 20 þús. mjólk- urkýr og 200 þús. ær, þ,i má ætla að fuist úr þessum búpening als 3 miljónir og 800 þús. pd. rff sméri. Nú eru um 76 þúsund manr.a á landinn, með ungbörnum taliðsem lítið smér éta. Þá verður það 50 pd. af sméri sem kemur á hvcrt mansbarn. og er það fullnóg þeg- ar talið er börn, kvennfólk og karl- menn til jafnaðar. Enda nóg 1 ® af sméri um vikuna fyrir hvern fullorðinn mann. Ef það er til muna meir, sem maðurinn eyðir, kemur það að litlum notum í lík- amanuni, En nú er tólg og af- rensluflot ótalið. (Frh.) Fjallagrös. Fyrir nokkrum árum voru fjalla- grös mikið brúkuð til matar og var þá algengt hér norðan lands að bændur höfðu útgjörð til fjalla, þar sem fjallagrös uxu og létu vinnufók sitt ligga þar oft við tjald svo vikum skipti á vorin. Og þóíti þeim það vel borga sig að hafa grasaútgjörðina. Og kölluðu menn það góða grasatekju ef fjórð- ungur af hreinsuðum grösum fékst eftir manninnn yfir dægrið. Um verðlag á fjallagrösum veiteg ekki. En í Búalögum er vætt af þri- þristum fjallagrösum virt á 12 álnir. Nú þessi árin eru bændur al- gjörlega að hætta við grasatekju. Nú sést valla fjallagrös framar nema á einstökubæ og það í mjög smáurn stíl. Af hverju kemur þetta? Það getur verið skiptar skoðanir af hverju þetta kemnr. En eg ímynda mér, að það sé bara af íhugunar- leysi. Menn eru einhvern veginn svo áhugalausir með það að nota sér afurðir landsins, þeir fara bara í kaupstaðinn og taka þar kornmat til láns. Skyldi bændum ekki vera betra að nota sér fjallagrös, sem þeir geta aflað sér kostnaðarlítið, en taka ögn mínna af kornmatn- um. Og ef að mönnum tækist að færa sér fjallagrös í nyt, sem lafhægt er, myndu kaupstaðarskuld- ir bænda minka töluvert. Jóhannes Friðlaugssoti.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.