Plógur - 06.10.1900, Blaðsíða 6

Plógur - 06.10.1900, Blaðsíða 6
54 störfum. Af því þessir unglingar eru kaliaðir búfræðingar, halda þeir sjálfa sig færa í flestan sjó og meiri kröfur eru gerðar til þeirra bæði sem verk- manna og búmanna. Það samsvarar betur því sem kent er á búnaðarskólum vorum, að kalla pilta þaðan jarðyrkju- menn. Pítur '. Ágætt! — Eg heki þú farir nú að villast á mína skoðun. Páll'. Ónei Pétur sæll. Eg ræði þetta mál af sanngirni og fullri sann- færingu, langt frá þinni skoðun. Við þurfum að fá einn, nokkurnveginn full- kominn búnaðarskóla, með góðum kenslu- meðulum, þar sem hægt er að byggja námið á íslenzkum grundvelli, en elcki á dönskum eða norskum, eins og skólar vorir verða nú að gera að miklu leyti. Skólinn ætti að vera á Hvanneyri og honum skipt i 2 deildir. í neðri deildi ætti að útskrifa árlega hér um bil 8 bú- fræðinga eftir 2 ára námstíma. En úr efri deild 2—3 árlega eftir 3 ára nám, (2 árí neðri d. og 1 í ^fri d.). Undirbún- ingsþekking undir skólann ætti að vera gagnfræðapróf. Frá slíkum skóla kæmu vel mentaðir búfræðingar, ágætir bún- aðarleiðtogar, því eins og tekið hefir verið fram, ætti búfræðingakenslan að vera byggð á ísl. grundvelli, vera alís- lenzk, að svo miklu leyti, sem hægt er. Þessi eini skóli yrði þó naumast eins dýr og 4 skólar, en gagnið sjálfsagt meira og notasælla til frambúðar. Pttuv. Hvað á svo að gera við hina 3 búnaðarskólana? , Páll'. Þeir halda áfram, sem fyrir- myndarbú eða jarðræktar-kenslustofnan- ir, sem lítið á að kosta til af opinberu fé, eins og aðrar slíkar stofnanir, sem eg held fram að ætti að stofna í hverri sýslu. Pétur: Hvernig hugsar þú þess- ar skólanefnur í hverri sýslu. — Held- urðu að fjárveitingavaldið sundli ekki, þegar það heyrir svona háar tölur nefndar, þar sem er um 18 skóla- holur að ræða. Þetta er fjarstæða, senr enginn leggur eyrun að. Pdll'. Maður á að halda sinni skoð- un fram, sé maður sannfærður um að hún sé rétt, þótt hundrað munnar mæli í móti. Og þótt því sé ekki gefinn gaumur þegar í stað, getur svo farið, að það verði einhverntíma tekið til greina, sé það bygt á einhverri skyn- semi.— 30 ár liðu frá því Jón Sigurðs- son mælti fyrst með stofnun búnaðar- skóla, eða bændaskóla, þar til Ólafs- dalsskólinn var stofnaður. Vér ísl. er- um ekki fljótir til nýbreytni og það- er bæði kostur og ókostur. Eg hefi hugsað mér, að mestu fyrir- myndarbændur í hverri sýslu stæðu fyr- ir þessum verklegu búnaðarskólastofn- unum, með dálitlum styrk af landsjóði, 800 kr. hver. Á hverri þessari kenslustofnun ættu að vera 5 piltar og 5 stúlkur. Stúlk- urnar lærðu öll innanhússtörf, með- ferð á mjólk, eða sama og á að kenna á hússtjórnarskólanum. Að sumrinu gengu þær að allri vinnu úti og inni- Ættu þær ekki að þurfa að gefa með sér neitt, en leggja sér til föt. Piltarn- ir lærðu vor og haust að plægja, yrkja garða, gera skurði, gera góðar túna- sléttur, hirða áburð, vera í fjósi og öðr- um peningshúsum á víxl. Enn fremur skamta hey og gæta sauðfjár úti. Með öðrum orðum, fá tilsögn í öllum venju- legum bústörfum. Að sumrinu væru þeir við heyvinnu og lærðu góða heyverkun og gott vinnulag- Að vetrinum væru piltum ætlaðir 5 tím- ar á dag til bóknáms (frá kl. 11 —1 fyrrip- dags og 7—10 á kvöldin). Kenslan byrjaði' 20. okt, og endaði 30. apríl. Til bókar- innar lærðu þeir: að skrifa læsileg og réttstöfuð bréf, reikning,. búnaðarhag- fræði, helztu atriðin úr jarðræktarfræði. húsdýrafræði, einfalda mælingafræði og meginatriðin úrsögu landsins. Þetta, seru hér er talið, er ósköp auðvelt að læra

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.