Plógur - 06.10.1900, Blaðsíða 8

Plógur - 06.10.1900, Blaðsíða 8
56 seinna en eftir eitt dægur, frá því kindinni var sldtrað. I sauðkind.sem erioo ® aðþyngd og í meðal haustholduni, er innmaturmeð sviðum 15 þegar búið er að hreinsa það. Nú er það álitið, að hvert pd. í innmat til jafnaðar, sé jafngilt góðu kjöti til næringar. Ur 100 pd. kind, er því innmaturinn jafngildi 15 pd. af kjöti. Ef pd. í kjöti er reiknað á 16 aura, verður innmaturinn 2 kr. 40 aura En í þessu er ekki garnmör reiknað- ur og hann ér sjálfsagt 2 pd. úr vænni kind. Nú er innmatur úr viðlíka kind og hér er talað um, se dur í Reykjavík á 1 kr. til 1 kr. 25 aura. — At þessu getur spyrjandinn séð, að honum er betra að flytja innmatinn heim í búið en selja hann með hálfvirði, eða jafn- vel minna. I Reykjavík þykir innmatur þau beztu matarkaup sem fást og það er áreiðanlega rétt álitið. 3. Hve lengi þarf að ala ungkálfa á nýmjólk? Má ekki ala kálfa mest- megnis á undanrenningu? (H. J) Svar: Þegar kálfar eru 8 daga gamlir, má fara að gefa þeim undan- renningu x/6 á rnóts við nýmjólkina og smáfreka það svo þar til þeir eru 14 daga gamlir. Má et'tir þann tlma gefa þeim undanrenningu eingöngu. En undanrenningin verður að vera nýmjólkurvolg. Bezt að hún sé soð- in og látin svo kólna þar til hún er 20—22° R. Þegar kálfar eru 3 vikna má fara að venja þá við gott hey; gott að gefa þeim með rófur og hafra- mél. En það verður að venja þá við fóðrið, svo meltingarfærunum sé ekki ofboðið. (Þetta er eftir nýjustu reynslu erlendis með kálíauppeldi) Anðvitað er bezt, að gefa kálfum sem lengst nýmjólk, en það borgar sig ekki, efgott verð fæst fyrir smérið og undanrenningin er nóg. 4. Túnið mitt er slétt og harðbala- legt. Hvernig á eg að haga áburðí á það, svo það spretti sem bezt? (a + b) Svar: Dreifa um það áburði strax á haustin. Það má gjarnan vera lélegur áburður, ef ekki er nóg af góðum áburði. Að vorinu er beztað hræra mykjuna út í vatni og klárbreiða yfir, með öðrum orðum bera á það fljótandi áburð. En varast skal að bera þannig á nema í vætum. Maður sem kunni að vieta pvagið-- Vespasíanus keisari Rómverja lagði toll á öll keituker í þófaramylnum- Þetta þótti Titusi syni hans óviðfeld- ið. Er þá sagt að keisarinn hafi tek- ið upp gullpening og brugðið fyrir vít hans og spurt um leið, hvort han» findi nokkra ólykt af honum. Það er ávalt gagn að læra eitthvað jafnvel af óvinum vorum, en hættu- legt getur það verið að kenna öðrurn jafnvel vinum vorum. Þegar gæfan heimsækir einhvern hvað eftir annað, er manninum oft hætt við falli, því gæfan þreytist loks- að bera menn á herðum sér. Þegar maður ekki nær áfangastaðn- um með því að sigla, þá er reynandt að róa, þótt seinna gangi. Sökum veikinda ritstj. Plógs, gatblað- ið ekki komið út í september, eins og til var ætlast. Eru kaupendurnir beðn- ir að afsaka það. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Sig. Þórólfsson. Prentaður í Glasgow-prentsmiðjunni-

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.