Plógur - 06.11.1900, Blaðsíða 2

Plógur - 06.11.1900, Blaðsíða 2
58 ingslaust, en sveitarstjórnin aftur að láta þá njóta þess niöð vægari álögum. Þau fengju þá betra upp- eldi og yrðu ekki álítin sveitar- uppalningar, og þetta hvorttveggja gjörði þau nýtari og álitlegri þjóð- félagsborgara. Að eins heilsubilað eða fatlað fólk og örvasa yrði þá á reglulegu sveitarframfæri. Með félagsskap má margt laga í þessu sem öðru, en löggjöfin þarf jafnframt að lagast, og eitt af því þarfasta aðbreyta framfærslu- lögunum svo, að hver ætti sveit þar sem hann á heima, er hann gefst upp. Þá ykist hvötin til að hjálpa hinum fatæku reikningslaust, og fátækraflutningar hyrfu. Ábíiðarl'ögunum þarf að breyta. Það er mikilsvarðandi atriði fyrir landbúnaðinn, að þau séu sem bezt úr garði gjörð. Ábúðartíminn á jörðum ætti að vera minnst 30-—40 ár, því ekki er við miklum endurbótum á jörð- um að búast, af leiguliðinn hefir ekki abúð nema til fárra ára. Ef leiguliðinn hefir lífstíðarábúð og kona hans og börn forgangsrétt fyrir öðrum að honum látnum, leggur hann miklu meiri alúð við jörðina, því það er sjálfum honum fyrir beztu, þarsem hann eða hans eiga að njóta ávaxtanna fyr eða síðar. Magnús sýslumaður Torfason hefir skrifað um réttindi leiguliða í ísafold í vor og eg skrifa und- ir flest sem þar er sagt, og ætti næsta þing að taka það til íhug- ,unur, ásamt ábúðarlögunum í heild sinni. Það hafa oft heyrst kvartanir yfir kúgildunum á jörðum, sagt þau lokkuðu fátæklinga útí búskap- inn. En af þeim séu borgaðar okur vextir. Eg hefi áður í Plóg mælt kúgildunum bót að nokkru leyti, bent á, að margur barna- maður hafi bjargað sér frá sveit með því að byrja búskap með kúgildunum einum. An þeirra hefði niargur maðurinn ekki haft nein tök á að byrja bú, sem síð- ar meir hefir orðið sjálfstæður og dugandis bóndi. Eg gæti talið fjölda efnaðra bænda, sem nú lifa, sem hafa byrjað búskap með tóm- an leigupening. Aðal ókosturinn við kúgildin er það, að bóndinn ma ekki skila þeim aftur, þegar hann hefir fengið fulla ahöfn á jörðina- Kúgildin á jörðunum skoða eg sem hvert annað lán, sem hver bóndi fær sem byrjar búskap á annara eign. Þetta peningalan ættu leigu- liðar að meiga borga hvenær sem þeir vildu. En það er annað, sem stendur meir landbúnaðinum fyrir þrifum, en kúgildin, það er smáskipting jarðanna. Fyrir þá sök, er ofgreið- ur aðgangur að búskapnum fýrif öreiga menn. Sundurskipting jarð- anna hefir flest ilt í för með sér. Af þessu leiðir fyrst og fremst smábúskapur, sem venur menn á að hugsa smálega og ráðast í ht' ið, sem aftur leiðir til andlegs og líkamlegs atorkuleysis og ósjálf-

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.