Plógur - 06.11.1900, Blaðsíða 3

Plógur - 06.11.1900, Blaðsíða 3
■59 stæðis. Hún, smáskipting jarðanna ðregur úr auðafli bænda, getur af sér fátækt, dáðleysi og aumingja- skap. Það 'segir sig sjálft, að dýrari búskapur er á smákotunum en stór- býlum, því tiltölulega meiri vinnu- kraftur fer forgörðum á smábúun- um, því mikið meira að tiltölu gengur af tímanum í smátafir og snúninga. Sá vinnukraptur, sem gengur til þess að vinna fyrir smábúi, gæti eflaust afkastað alt að því tvöföldu a stórbúi, þar sem hægt er að skipa haganlega til vinnu og allir geta haft nóg að gera á öllum árs tímum jafnt. • Það er ekki komið undir tölu bænda hve framleiðslan af land- búnaðinum er mikil, heldur undir því, hvernig landbúnaðarvinnukraft- urinn kemur bezt að notum, hve tnikið er unnið í landinu o. fl. o. fl. Þegar ábúðarlög verða samin, þarf löggjafarvaldið að hafa það hugfast, að t. d. 20 hundr. jörðfram- leiðir meira og með minni kostn- aðien fjögur 5 hundr. kotgjöra. Áð betri eru fáar jarðir vel setnar, en tnargar illa setnar. Ennfremur, að til þess að ein- hver veruleg framför eigi sér stað í jarðræktinni, verða kjör og rétt- 'ndi leiguliða að taka bótum. Tamning á hestum við jarðyrkju. Fyrst er að gæta að því, að nktýin fari vel á hestunum; innri línurnar, sem hestunum er krækt saman með, séu 5—6 þumlungum lengri en ytri linurnar; svo þegar hestarnir ganga rétt fyrir verkfær- inu, að strikki jafnt á allar línurn- ar, líka þarf að gá að því, að hafa kragana mátulega. Er það passandi kragi á hestum að geta smokkað liðugt hendinni fram á milli kragans og hálsins á hestin- um að neðan , þegar kraginn ligg- ur vel aftur að bógum hestsins; er það til þess, að ekki þrengi að andardrætti hestsins við dráttinn. Einnig þarf að passa að dragól- ar séu svo langar að ekki nemi dráttar trén í fætur hestsins. Séu hestarnir missterkir eða misþungir, skal sá hesturinn, sem sterkari er, háfa styttri enda á aðal dráttar- trénu, því passa þarf, að hvor- ugur hesturjnn gangi á undan öðrum fyrir verkfærinu. Séu hest- arnir prattnir eða óvanir verkfær- um, skal taka eitthvað, sem mað- ur veit þeir geta ekki skaðað sig á og láta þá draga, þvi' oft ber við, að óvanir hestar láta ekki að taum eða línuhaldi og snúast upp á og yfir það er þeir eru settir fyrir, að annar hesturinn fer áfram en hinn aptur á bak, því þarf helzt að vera svo létt, þá er þeir eru látnir byrja að draga, að ann- ar hesturinn geti vel tekið það úr stað; læra þeir mikið fljótar að verða samtaka, ef þeir eru látnir byrja á léttu. Gá skal að því, ef hestar eru settir á þungan drátt, ef fara að titra á þeim vöðvarnir,

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.