Plógur - 06.11.1900, Blaðsíða 4

Plógur - 06.11.1900, Blaðsíða 4
6o þá or hesturinn farinn að oftaka sig og verður þa að létta á hon- um. Til plæginga skyldi því velja heldur lata og stóra hesta. Ómiss- andi er, að kenna hestinum að skilja hvernin þeir skulu haga sér við vinnuna með því tala við þá og er ekki hætta á, að þeim lærist það ekki. Þarf þetta að verða landsvenja og allir brúki sömu orðin, eftir því sem hestur- inn skal haga sér, og skal hér til greind þau orð, er Amerikumenn brúka, eftir framburðinum. Þegar hestar eiga að standa kyrrir, þá er sagt: „vó", þegar þeir eiga að fara á stað er sagt: „gitep" eða „goon", þegar þeir eiga að fara hægt, þá : „stöddi", þegar þeir eigaað sveigja til hægri: I „ha" til vin.stri: „gí‘‘, jafnvel fleiri orð eru brúkuð. Tala verður hátt og seint við hestana ; á sama stend- ur hvaða orð eru valin við þetta, einungis að sömu orðin séu brúk- uð alment; varast skal að brúka mikla hörku við hesta við vinnuna, en leita iags að láta þá vinna, sem ánægðasta Auðvitað eru sumir hestar svo upplagðir. að einlægt þarf að halda þeim hrædd- um og í tamningu þarf að brúka nokkra hörku til að koma því inn í þá, að vita, að þeir verða að hlýða, og halda því svo f meðvit- und hestsins, en þegar hestar eru brúkaðir mjög fáa daga á ári, má búast við þeir gleymi tilsögninni. Margt fleira mætti tala um plóg- hesta, en eg læt hér staðarnum- ið að sinni. En í sambandi við þetta ofan- sagða um hestana, vi) eg geta þess, að uxar mundu vera hentug- ir á íslandi í þúfnaplægingar; má telja þeim það til gildis fram- yfir hesta, að þeir eru þyngri á verkfærinu, öllu stiltari, þurfa ódýr- ari aktýi og menn geta flestir búið þau til að mestu sjálfir, eru ekki eitrs fóðurþungir og hestar eða fóðurvandir, ef þá skal mikið brúka, gefa meiri áburð til töðuræktar og svo feru þeir gott búsílag þegar þeir falla frá. Tamning á þeim er að mörgu leyti sama Og á hestum. Byrja skal að temja þá helzt á þriðja | ári, láta þá draga létt fyrst tala við þá sama og hesta, og leggja á það þeim mun meiri áherzlu. Þeir eru alveg vandir við að haga sér eftir því er við þá er talað- J. J. M. bóndi í Ameríku. Til ritstjóra búnaðarritsins ,Plógur‘, I búnaðarritinu „Plógur", 2- ári, nr. 7, sem dagsett er 6. dag októbermán. þ. á., stehdur greiu ein um mann þann, Hans Grdn- ýeldt, sem stjórn búnaðarfjelags ÍS' lands, samkvæmt íjárveitingu al* þingis 1899, fjekk hingað til lands- ins síðasta sumar, til að kenna hjer meðferð á mjólk, og annað, sem að því lýtur. Grein þessi er

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.