Plógur - 06.11.1900, Blaðsíða 6

Plógur - 06.11.1900, Blaðsíða 6
62 inga að sækja menn til þeirra en eiga nóga hæfileikamenn sjálfir, sem mundu leggja alt í sölurnar til þess að verða specialistar í hverju sem væri, ef þeir ættu von á að ganga fyrir útlendum mönnum á eftir. Og vissulega má mentunarmunurinn vera mikill á fslending og útlending til þess að hinn síðari sé færari um að standa fyrir meiri háttar fyrirtækjum hér alveg ókunnugur, ef mennirnir að öðru leyti eru jafn hæfir til að stjórna og kenna öðrum. Svo eru útlendingar illa að sér í málinu, sem vonlegt er. Ritsti. ¦-.......<»»'.......¦¦¦ Búnaðarhagspeki. Allir hafa heyrt talað um, að þessi eða hinn hefði góða búmanshæfileika. Og oft telja menn þá hafa mestu bú- mannhæfileika sem efnaðastir eru. — En ekki er það alt af svo. Búmans hæfileikarnir geta máské verið mestir hjá fátækasta bóndanum, en minstir hjá heim ríkasta. Hitt er annað mál, hvað almennast muni vera. Helztu búmanshæfileikarnir eru spatnaður, hagsýni og rdddeildarsemi< Þetta má kalla einn nafni hagspeki. Eftir þessu er þá hagspekin mönn- um meira eða minna meðsköpuð, þar sem allir hafa til að bera meira eða minna af sparsemi, hagsýni og ráð- deildarsemi. Þeim mismun, sem er á heimspekislegum hæfileikum, má við bjarga með hagspekisfræðshi. Þvf hagspekin er sjálfstæð fræðigrein. En því betri hæfileika, sem maðurinn hef- ur til hagspekisnáms, eða réttara sagt, því meiri hagspekingur sem hann er frá náttúrunnar hendi, þess meiri not hefir hann af hagspekisnámi sínu í lífinu. Hagspekin er sú list, eða hvað- eg á nú að kalla það, sem aldrei er fulllærð Reynslan og lífskjörin kenna manni hana bezt. Menn eru aldrei nógu vel við því búnir að haga sér eftir þeim og þeim tilfellum, eða þeim atvikum og kring- umstæðum, sem fyrir koma, því alt- af kemur nýtt og nýtt fram í lífinu. Breytingarnar 1 mannlífinu, og rás> viðburðanna, sem á hverjum 10 ár- um eru stórkostlegar, þærhafamik- il áhrif á hagspekina. Ný atriði koma fram, sem áður ekki voru þekt, og önnur hverfa burt úr sögunni sem menn hafa þekt frá blautu barnsbeini,. og þekt nánara en það, sem kemur í staðinn. En þrátt fyrir þetta, sem hér er tekið fram, er hagspekisfræðslan fyrir bændur afarnauðsynleg, því hún skerpir dómgreindina, leiðir hagspekis hæfileika mansins í réttari átt, breytir skoðun manna á ýmsu, sem áður voru bundnar við hleypidóma og venjur. Við alla búnaðarskóla erlendis er hagspeki (ökonomi) kend og jafnvel sumstaðar við alþýðuskóla. Hér á landi er ekki mikið hugsað um slfkan friðleik, Of lítið um þesskonar fræðslu á búnaðarskólunum. Búnaðar- hagtræði er kend við01afsdalsskólannr fyrirlestur eftir skólastjórann þar, en hvort nokkur búnaðarhagfræði er kend við hina búnaðarskólana, veit eg ó gjörla. En þótt nú svo væri, að' búnaðarhagfræði sé kend við alla skól- ana í llkingu við það sem er í Ólafs- dal, þar sem eg þekki til, þá er það ónóg, því þótt búnaðarhagfræði Torfa sé áðætt rit, sem vænta má frá slík-

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.