Plógur - 06.11.1900, Blaðsíða 8
64
„Norsk Landmandsblaði" frá í fyrra,
sem hljóðar hér um bil þannig:
„Kvartanirnar yfir því, að búskapur-
inn borgi sig illa, þyrftu að minka,
því í sannleika tefja þær íyrir ölluni
búnaðaríramförum. Þetta sífelda jarm
og þessi sífeldi barlómur kemur bænd-
um til þess að missa trúna á atvinnu
sinni, styrkir þá í þeirri trú, að
landbúnaðurinn sé ólífvænlegur. En
án þess að hafa trú og hug fara menn
í hundana jafnvel í beztu stöðu, en
ef menn hafa trú, von og kjark, geta
menn brotið sér alt af veg áfram, þótt
ilt sé útlitið. --— — -— — — —
Vér álítum að landbúnaðurinn gefl
engu minna í aðra hönd en aðrir at-
vinnuvegir, ef rétt er álitið. En hitt
er annað mál, ef þeir stunda búnað,
sem hafa ekki hæfileika til þess, en
máské fremuv til anna'rs, þá er ekki
á góðu von. Því það er áreiðanlegt,
að syo margvfslega hæfileika og þekk-
ingu þarf búmaðurinn nú á tímum að
hafa, að búskapurinn gefur ekki mik-
ið í r.ðra hönd, án þess að hann sé
stöðu sinni vaxinn".
Þetta er nú lítið sýnis horn af því,
að víðai' er pottur brottinn en hjá oss
veslings íslendingum, að vlðar heyrizt
kvartanir og óánægja með búskapinn
en hjá oss og að lokum, að landbún-
aðurinn f Norvegi mun ekki gefa af
sér þúsund faldan ávöxt, þótt landið
sé auðugra, og hafi mildara loftslag
en Island.
Þetta er gott fyrir þá að lesa, sem
níða Island og hafa enga trú á fram-
tíð þess, t. a. m. vesturheims agenta
og vesturheims „höfudpresta".
Bolaeða Kvlguliálf. Bóndi
nokkur í Noregi, segir í Norsk Land-
mandsblaði frá í fyrra að hann geti
haft áhrif á hvert kýrnar sínar eigi
bola eða kvígukálfa. Hann segist
haía lesið um aðferðina til þess í
einhverju búnaðarriti og reynt hana
nokkur ár og aldrei misheppnast til-
raunir, sem er innifalin í þvf, að halda
kúnni undir naut, á meðan hún er
með fullu júfri af mjólk, ef hún á að
ala kvígu, en stax á eftir að kýrin
hefir verið mjólkuð, ef hún á að fæða
bolakálf.
Þetta getur oft verið gott að geta
haft áhrif á, ef maður vill endilega fá
kvlgu undan góðri mjólkurkú, eða
fleiri kvígukálfa en bolakálfa eða hið
gagnstæða, eftir ástæðum.
Á 17. og 18. öldmni var það al-
menn skoðun manna að íslandi væri
engra framfara von, því það stöðugt
gengi af sér og síðast yrði það
óbyggilegt eyðisker,. Af þessari skoð-
un manna hafa komið ýmsir spádóm- *
ar um eyðileggingu landsins og ýmsra
hluta þess, og ertt slíkir spádómar
eignaðir „Jóru Krukk".
Fyrri part 18. aldar, þegar fólk-
inu fækkaði stöðugt í landinu, gerðu
menn sér áætlun um, að eftir 100 ár
yrðu landsmenn útdauðir, ef sama
fólksfækkun héldist við, sem ekki
þótti efa mál. En fyrri part 19. ald-
ar kvarta menn yfir fólksfjölguninni',
voru hræddir um að við þessi aldamót
yrði svo margt fólk orðið í landinu, að
landið ekki gæti fætt þann fjólda.
Nú hefir þjóðinni fjölgað um 30 »
þúsund síðan og nú er það mannfæð-
, ín í landinu, sem fi. viðurkenna, að sé
ærið tilfinnanleg.
Bókvitið er fróðleikur og aldrei
annað. En það sem lífið kennir oss,
það er speki, ef vel er með farið.
9. og 10. nr. „Plógs" koma út sein-
ast í nóvember.
Ritstjóri og ábyrgðarm.:
Sig. Þórólfsson.
Prentaður í Glasgow-prentsmiðjunni.