Plógur - 03.12.1900, Blaðsíða 1

Plógur - 03.12.1900, Blaðsíða 1
PLÓGUR LANDBÚÍÍAÐARBLAÐ „Böndi ex bÚBtftlpi." „Bú er landastölpi." II, árg. | Reykjavík 3. desember 1900. -- M ÍO. Akuryrkja. (Niðurl.). Á þessari öld hafa litlar kornyrkju-tilraunir verið gerð- ar. S'chierbeck gerði hér ýmsar tilraunir i Reykjavík með bygg- ræktun o. fl. Hann sáði byggi I. júní 1883, 6. seftember var bygoið fullþroskað. Þetta sumar Var tæplega í meðallagi hlýtt. Sumarið 1884 og 85 voru annal- uð kuldasumur. Enda mishepn- aðist þau sumur byggræktun Schierbecks að mestu leyti. Einar Helgason garðyrkjufr. sáði byggi á Hvítárvöllum og Rauðará sum- arið 1888, og fékk fullþroskað bygg. Sama sumar sáði ég byggi, 12 tegundum þroskuðust flestar þessar korntegundir nokkurn veg- inn. Sú tegundin, sem sáð var 2i. maí, fyrir hvítasunnu-hretið, þroskaðist lang-bezt. — Þetta sumar var ekki hlýtt hér á suður- landi; miklar rigningar síðari hluta samarsins. Eins og kunnugt er, þroskast bygg nyrzt í Noregi, á jo° n. br , þar sem ars-meðal hitinn er miklu númú en vlðast hvar hér á landi. Petta mætti í fljótu áliti sýnast benda til þess, að hér sé nægur hiti á sumrum, svo að bygg geti þrifist. En við nánari umhugsun verður það Ijóst, að á því er ekki hægt að byggja að fullu. Sem dæmi má benda á, að árs-meðal hitinn í Þrándheimi er líkur því, sem hann er í Reykjavík. En munurinn á jurtagróðrinum i Þránd- heimi og Reykjavík er býsna mik- ill. í Þrándheimi vaxa alls konar tré, og epli þroskast þar vel. Þessu líkur er ekki jurtagróðurinn i Reykjavík. Á Akureyri er minni hiti en í Reykjavík, þó vex reyr- inn á Akureyri miklu betur en í Rvík. Svona má benda á mörg dæmi. Þetta stafar aðallega af því, að það gerir minst til fyrir jurtagróð- urinn, þótt veturinn sé langur og kaldur, einungis að sumanð sé hlýtt þó stutt sé, og sérstaklega að sumarhitinn komi misjafnt niður. Jurtirnar hafa meiri not einum degi, sem hitinn er 200, en 4—S dögum, ef hitinn að eins er 9—ii°, Þetta er vísindalega sannað og á ckki hér við að skýra frá orsökunum. Eftir þessu er það þá Ijóst, að tilraunir sem gerðar eru með jurta- ræktun hér í Rvík, eða við sjávar- "I

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.