Plógur - 03.12.1900, Blaðsíða 4

Plógur - 03.12.1900, Blaðsíða 4
78 Árið 2000. Einn merkasti efnafræðingur og vísindamaður þessarar aldar, próf. Berthelot hefir nýlega skriíað um það í Ensku tímariti, hvaðan mann- kynið muni að ioo árum liðnum fá fæðu sína. Berthelot álítur, að árið 2000 muni akuryrkja, jarðyrkja, hús- dýrarækt, garðrækt og fiskiveiðar ekki þekkjast að öðru en nafninu einu frá liðna tímanum. Hvernig fara menn þá að lifa? Þessu svarar professor Berthelot hér um bil á þessa leið: Öll fæða verður búin til í verk- smiðjum. Efnið í matinn fá menn úr vatninu og andrúmsloftinu. Því eins og menn vita, eru frumefnin í fæðunni, t. a. m. kjbti, brauði, mjólk og fiski þau sömu og í loft- inu og vatninu, sem sé vatnsefni, súrefni, kolefni og holdgjafi. And- rúmsloftið er blendingur af köfn- unarefni (holdgjafa), súrefni og kol- sýru. I kolsýrunni eru tvö frum- efni kolefni og súrefni, í vatninu, vatnsefni og súrefni. Þarna eru þá aðal frumefnin komin, sem við halda líkama vorum, en þau þurfa einungis að komast í það ástand, að þau geti orðið Hkama vorum að gagni og að því starfa nú ó- tal margir vísinda menn með hjálp efnafræðinnar. Og svo mikið er nú víst orðið, að ekki líður á löngu þar til efnafræðirigunum hefir tek- ist að framleiða mat úr loftinu og vatninu. Sú vísindagrein, sem gef- ur fulla bendingu í þessa átt er hin svokallaða „ Syntetisk Kemi". Eg hefi ekki einungis trú á þessu heldur er mér ómögulegt að efast um það, að eftir ioo ár vetði brauð og kjöt o. s. frv. fram- leitt af loftinu. Það vita allir, að* reyrsykurs- og sykurrófnaræktin er að líða undir lok. Því nú fjölgar óðum þeim verksmiðjuín, sem búa til sykur af súrefni, kolefni og vatnsefni, nákvæmlega eins góðan og eins útlltandi og venjulegur sykur er. Tekist hefir líka að1 búa til kaffi og té alveg eins og það te og kaffi er, sem framleitt er af jörðinni. Aðalefni í kaff- inu er coffein og í té thein; kem- isk samsetning þessara efna er eins. Þegar efnafræðingar láta kolsýru verka á klórgas myndast kolklorið og sameinist það ammóiaki mynd- ast þvagsýra, sem breytist svo í xantin og af xantini myndast theobromin. Teobromin framleiðir svo thein eða coffein, hvert sem menn heldur vilja. Eg segji ekki, segir prófessor Berthelot, að verksmiðju kjötið eða brauðið verði eins og kjöt og brauð að útliti en það gerir alls ekkert til; þegar þetta kjöt verður eins bragð gott og nærandi og kjöt af húsdýrum vorum. En hvaðan fá menn hreyfi-afl.. fyrirþessar matarverksmiðjur? Hiti jarðarinnar er nógur, einungis að' bora dýpra í jörðína en hingað til hefir verið gjört eða hér um bit 3—4000 metra.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.