Plógur - 03.12.1900, Qupperneq 6

Plógur - 03.12.1900, Qupperneq 6
8o komi að notum nenia hclmingur- inn af þeim saur, er til fellur og nemur það þá 187,500 kr. eða kr. 2.50 á hvern mann. Mannasaur er mjög góður á- burður til hvers sem hann er not- aður. Það má nota hann bæði sem „for" og fastan áburð, en þá verður að blanda saman við hann mold, eða öðru þvílíku, sem þuik- ar upp. Einfaldast er að gera hæginda- hús þannig, að undir setunni sé hafður kassi, og þegar hann er fullur, er helt úr honum saman við í hauginn. í hvert sinn, semkass- inn er tæmdur, ætti að látaíhann mold eða ösku og mætti það ekki vera rriinna, en að hann væri hálf- ur. Einnig væri gott að hæginda- húsið stæði í sambandi við lagar- helda gryfju eða for. ' Þangað ætti alt þvægið að renna, því eigi má það fara niður í undir grunninn undir húsiriu. Eykur það óholl- ustu og óheilnæmis, auk þess, sem við það tapast góður áburður. Bezt er að hægindahús séu úr tré, og eiga þau að standa á af- viknum stað, helzt að húsabaki. Það verður að loSa kassan undir eins og hann er orðin fullur, og gæta um leið þess, að þvo eða ræsta setuna eða sætið, og eins gólfið. Hægindahús eru alveg sjálfsögð og bráð nauðsynlg, og ættu þau því að vera á hverjum bæ. * Búi Dagsson. í ísafOld skrifar hr. amtmaður Páll Briem um búnað vorn langa og mjög góða ritgerð. Það er nýlunda, að æðstu menn landsins láti sig miklu skifta um atvinnu- vegi þjóðarinnar. Og vonandi er, að menn leggi fremur á minnið það, sem hr. Páli Briem skrifar um búnað, en það sem við smærri postularnir höfum sagt og segjuni um það mál. Búast má við, að mörgum þyki amtmaðurinn gera miklar kröfur til þjóðarinnar í fjárframlögum til landbúnaðarins. En þess ber að’ gæta, að hér er að ræða um við- reisn landsbúsins í heild sinni. „Engin sál þrífst án líkama". Ef þjóðin hefir engin ráð til þess, að bæta svo aðalatvinnuveg sinn, að hún geti sæmilega haft í sig og á, þá sé eg ekki að vert sé fyrir hana að vera að rífast mikið um benedizku og valtýsku eða annað þvílíkt. Plógur hefir í hyggju í næsta árg., að fara nokkrum orðum um grein hr. Páls Briems, ekki til þess að rífa grein hans niður, þess ger- ist ekki þörf, en það er nokkuð annað, sem þessi mikilsverða rit- gerð, gefur tilefni til að minnast á. Þeir eru nú tímarnir, að eng- inn ætti að standa þegjandi úti í horni, sem finnur hvöt hjá sér til þess að láta skoðun sína í ljósi, um þetta mestvarðandi málefni þjóðarinnar, búnaðinn. Menn mega ekki þreytast á að benda þjóðinni á það, sem hún mest þarfnast, þótt svo líti út, sem menn skelli við því skolleyrunum. Hvernig mundi fara,ef prestarnir einn góðan dag hættu að prédika siðgæði ? Ætli menn gleymdu ekki fljótt skyldum sínum. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Sig. Þórólfsson. Prentaður í Glasgow-prentsmiðjunni.

x

Plógur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.