Plógur - 01.01.1901, Blaðsíða 1

Plógur - 01.01.1901, Blaðsíða 1
PLÓGUR LANBBÚNAÐARliLAÐ „Bóndi er búst61pi.u „Bú er landsst61pi.u III, árg. Reykjavík i. janúar igoi. J\§ 1 . Aldarkveð ja. Hverfur umliðin öld, stígur árgeisla rós, rennur eygló frá svalköldum hler. Vakna vættir vors lands, leika ljósálfar dans. Litast sólroða fjallhringur hver. Kveður Bragi s(n ljóð, dynja fossar og flóð; fágar eldrósum Hekla sitt skaut. Skín á fjall-meyjarfald nyrzt við norðurheims tjald nýtt Við ár-mót á þjóðlífsins braut. Heill þér farandi öld, sem á sögunnar skjöld hefur sett þína framsóknar-rún; hún mun vitna þín verk, hún mun standa svo sterk, eins og stuolabergs snæþakin brún. G. Viborg. Gleðilegt ár! Blessunarríka öld! óskar Plógur lesendum sínum og I landsmönnum yfir höfuð, og þakkar öllum, sem hafa stutt hann í orði og verki þessi tvö ár, sem hann hefir lifað. Alt af fjölgar þeim, sem taka honum hlýlega og bjóða j hann velkominn. Plógur hefir aldr- ei vetið neitt mikill á velli. Þeg- j ar hann fæddist kveið hann mjög fyrir því, að enginn vildi líta við i sér, þar eð svo mikið var á flestum ■ heimilum af stórum og stæðileg- ' um fréttagestum, sem höfðu ljúf- fetrgari fróðleik að færa mönnutn, en hann gat búist við að flytja. En nú hefir Plógur komist að raun unt, að menn vilji fleiraheyra, en fréttir, skammir og söguþvætting, og þótt hann hefði meira að bjóða. mundi flestum það kær- komið. En alt fyrir það, þykir Plóg ekki ráðlegt, að þenja sig út að svo komnu. — Margur er knár þótt hann sé smár. Hann sér veðrabreyting í loftinu. Ef birtir yfir landsmönnum, þá hagar hann sér eftir þvi. En ef skrugguveð- ur er í nánd, er vissara að fara gætilega, skreppa út að eins ein- stöku sinnunt i milli hryðjanna. Gamla öldin. Nú er 19. öldin horfin til systra sinna í djúp aldanna; hún kvaddi okkur í gærkveldi, þegar hún sá, hvar nýja öldin sveif til vor yf- ir höf og hauður, tífalt bjartari og fjörlegri en nokkur öld hefir til vor komið, með vinabrosi og mjög íbygg- in yfir því, að hún hefði meðferðis meira af vísdóm og listum og als- konar framförum, en menn hefðu nokkru sinni dreymt um áður. Það var því ekki að undra, þótt sú aldr- aða kveddi oss fljótlega og frem- ur hrygg í huga yfir því, að hún, sem þegar í æsku hafði sett sér það mark og mið, að farsæla mann- kynið, skyidi þó sjá um leið og hún

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.