Plógur - 01.01.1901, Qupperneq 3

Plógur - 01.01.1901, Qupperneq 3
3 en ljós mannlegs hyggjuvits, þeg- ar vér stöndum á þessum tíma- mótum, og lítum yfir liðin ár, og fram í ókomna tímann, í þokuna og myrkrið, mundi þessi aldamót vera huggunarlítil, og óttinn og kvíðinn fyrir því ókomna ó- bærilegur. — Enginn, sem kom- inn er til vits og ára, þegar hann er staddur á þessum tímamót- um, getur ekki annað en með hrærð- um huga hugsað um framtíð ætt- jarðar sinnar, hugsað ti) þess, hve mörg svíðandi sár þjóðin hefir fengið á umliðnum öldum og hve mörg sár þessi nýja öld muni flytja þjóðinni, eða hve mikla blessun og hamingju hún muni færa oss,— ef vér höfum það hugfast, að guð hjalpar þeim, sem vill hjálpa sér sjálfur. Biðjum hann, sem öllu ræð- ur, að halda sinni vtrndarhendi yfir þjóð vorri, yfir atvinnuveg- um vorum og þjóðerni voru, en einkum og sér í lagi yfir kristilegu trúarh'fi voru, sem er grundvöllur allra framfara, allrar andlegra og líkamlegra heilla. Að rétta við landbúnaðinn. VIII. Verðlaun fyrir ýmsar fram kvæmdir í búnaði hafa mikla þýð- ingu; þau uppörfa bændur til þess að taka sér fram. Reynsla annara þjóðasýnir, að fátt hefir eins hrund- ið búnaðinum áfram á liðinni öld í nágrannalöndunum og verðlaun- in, sem bændum hefir verið veitt, fyrir skepnuhirðingu, plægingar, sérlega vandaðar búsafurðir o. s. frv. sumpart af því opinbera og sum- part frá búnaðarfélögum. Það er heiðurinn, opinberleg viðurkenning fyrir dugnað og vand- virkni, sem menn gangast fremur fyrir, en litlum fjarupphæðum. Og hvað hefur meir aukið jarðabóta- áhugann hjá oss, á seinustu árum, en búnaðarstyrkurinn, sem hefir veriðnokkurskonarverðlaun. Bænd- ur hafa kepst hver við annan (að minsta kosti margir) að vera hæstir með dagsverkatöluna áskýrslunum, og jafnvel hefir orðið vart við samskonar samkepni á milli ein- stakra búnaðarfélaga. Alþing hefir þegar heitið verð- launum fyrir vandað smér, sem selst fyrir akveðið verð á erlend- um markaði. Sýnilegur árangur hefir orðið af þessu, þó stutt sé síðan að alþing samþykti að veita þessi verðlaun. Eg álít að verðlauna ætti skepnu- hirðingu, áburðarhirðingu, plæg- ingar, nautgriparækt og dygg og dugleg vinnuhjú. Það gæti orðið býsna mikil fjár- upphæð, sem gengi á hverju fjár- hagstímabili til verðlauna. Og munu því margir álíta það ókleyft, fyrir hið opinbera, að veita svo tugum þúsunda krónaskiftir til verðlauna árl. Enþað ætti að verahægt,ef vilj- inn er með. Ekki er annað en leggja dálítinn toll á ýmsan óþarf- an, sem hver búðarhola er skreytt

x

Plógur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.